Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kokkurinn á Kaldbak fór gjörsamlega á kostum

Birting:

þann

Kokkurinn á Kaldbak fór gjörsamlega á kostum

Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst.

Kokkurinn á Kaldbak fór gjörsamlega á kostum

Kokkurinn á Kaldbak fór gjörsamlega á kostum

Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.

 

Sælir og saddir

„Við fórum út síðasta föstudag og erum á Reykjafjarðarðarálnum í blíðskaparveðri,“

segir Oddur Jóhann Brynjólfsson skipstjóri.

„Jón Ragnar Kristjánsson kokkur er mikill snillingur í matseld og hann náði sannarlega að gera kvöldstundina hátíðlega. Við erum þrettán í áhöfn og borðsalurinn var tvísetinn enda ekki gert hlé á veiðum.

Venjulega tekur borðhald ekki mjög langan tíma en í gærkvöldi nutum við kræsinganna og leyfðum okkur njóta samverunnar. Svona hátíðarstund brýtur upp daginn og allir voru sælir og glaðir, enda allir réttirnir hjá Jóni Ragnari frábærir og fóru vel í maga.

Hann fór gjörsamlega á kostum, við erum allir sammála um það. Áhafnir annarra skipa Samherja halda sömuleiðis sín litlu jól, sem er frábær og góður siður,“

segir Oddur Jóhann Brynjólfsson skipstjóri.

Með fylgja nokkrar myndir frá litlu jólunum.

Myndir: samherji.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið