Freisting
Kokkalandsliðið gekk vel með hádegismatinn
Kokkalandsliðið eldaði þriggja rétta máltíð fyrir hundrað og tíu manns hér í Basel í Sviss í dag (mán. 21.11.2005). Þetta er þriðji keppnisdagurinn af fimm og eru þar af leiðandi þrír fimmtu af keppninni lokið. Íslenska liðið keppir í kalda borðinu á miðvikudag sem er lokadagurinn.
Í forrétt, sem að megin uppistöðu var silungur, tókst mjög vel til. Eftir því fylgdi íslensk nautasteik með tilheyrandi og þótti þeim hafa tekist einkar vel með hana og í eftirrétt var súkkulaðikaka með ís-kuðung og hvít súkkulaði frauð.
Undirtektir matargesta lofa góðum árangri, en stiga gjöfin liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Það má segja að samheldni og samhæfing liðsins er með besta móti og þrátt fyrir ýmist andstreymi eins og að fá ekki sama eldhús til undirbúnings heita og kalda matarins á sama stað og einnig þá hrellingu að helmingur af farangrinum, sem sendur var með löngum fyrirvara, skilaði sér ekki fyrr en á þriðja keppnisdegi, en það kom í ljós að hann hafði strandað í tollskoðun og eru ekki fyrirliggjandi skýringar á því, en þó má þakka þeim flutningsaðilum sem að málinu koma að þar var allt gert til að leysa málið sem endaði vel.
Nú liggur fyrir að undirbúa kalda borðið, en því fylgir mikil vinna sem fer að mestu fram aðfaranótt miðvikudagsins. En borðið þarf að vera tilbúið klukkan sjö um morguninn og verður það vökunóttin mikla.
Jón Svavarsson skrifar frá Basel, Sviss.
Hér ber að líta myndir frá heita matnum ofl.
Greint frá á heimasíðu KM
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám





