Vertu memm

Keppni

Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði

Birting:

þann

Menumaster

Menumaster

Alþjóðleg kokkakeppni verður haldin í Hörpu í næsta mánuði þar sem keppendur mega einungis nota örbylgjuofninn Menumaster við eldamennskuna. Það reynir því verulega á útsjónarsemi og hæfni keppenda, þar sem þeir þurfa að sýna fram á að lærður matreiðslumaður geti snarað fram hágæða máltíð með afar takmörkuðum búnaði – áskorun sem krefst bæði sköpunargáfu og þekkingar á hráefnum og eldunaraðferðum.

Glæsileg verðlaun

Sigurvegari keppninnar hlýtur ógleymanlega matarferð: þriggja daga ferð um Evrópu á Michelin-veitingastaði, í boði Menumaster og Bako Verslunartækni.

Menumaster – bylting í nútímaeldhúsinu

Menumaster er háþróaður örbylgjuofn sem sameinar nákvæma bylgjuvirkni og hátæknieiginleika. Hann tryggir að maturinn verði fullkomlega heitur að innan og stökkur að utan.

Skráning og nánari upplýsingar

Kokkar sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig með því að smella hér. Þátttakendur fá sendar keppnisreglur og upplýsingar um hvar hægt er að æfa sig með Menumaster, og önnur hagnýt atriði. Skráning gildir eftir reglunni „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar