Neminn
Kokkakeppni grunnskólanna
Sigurvegararnir, Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Ágústa Sólveig Sigurðardóttir og Björg Jósepsdóttir með heilbrigðiráðherra og kennara sínum
Kokkakeppni grunnskólanna var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Voru 16 lið skráð til keppninnar og voru keppendur bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Var um fjölda rétta að ræða úr margskonar hráefni, bæði fiski og kjöti.
|
Þau Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Ágústa Sólveig Sigurðardóttir og Björg Jósepsdóttir, nemendur Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, sigruðu að þessu sinni með réttinum Á brokki sem samnstóð af hrossalund og humarhölum. Þau munu ásamt kennara sínum, Helgu Gunnarsdóttur, fara í sælkeraferð til London í lok maí en styrktaraðilar keppninar leggja ferðina til sem fyrsta vinning.
Í öðru sæti urðu Arna Ýr Guðnadóttir, Heiðdís Ósk Pétursdóttir og Þórunn Sif Ingimundardóttir úr Hamraskóla með réttinn Lostæti hreppstjórans sem var innbökuð nautalund með parmaskinku.
Í þriðja sæti voru nemendur Engjaskóla, þau Karl Ágúst Hreggviðsson, Theodór Páll Theódórsson, Valur Hreggviðsson og Ásgerður Júlía Ágústsdóttir með grillaðan hlýra með tómatsultu og hvítlaukskremi.
Heilbrigðiráðherra Guðlaugur Þór Þórðarsson afhenti verðlaunin og sagði meðal annars við það tilefni að réttirnir hefðu ekki einungis verið glæsilegir heldur líka hollir.
Myndir: Mk.is | Texti Mk.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé