Vertu memm

Markaðurinn

Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi

Birting:

þann

Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi

Mata hf. í samstarfi við Agnar Sverrisson hefur hafið innflutning á Koffmann vörum. Framleiðandinn Koffmann er meðal annars þekktur fyrir framúrskarandi franskar og kartöflumús. Flest stærstu og flottustu high-end brasseríin í Bretlandi eru farin að nota Koffmann franskar, þar má til dæmis nefna veitingastaði Jamie Oliver og Gordan Ramsay.

Koffmann vörurnar hafa slegið í gegn í Bretlandi og eru þeir orðnir leiðandi þar á markaði.

„Þetta eru einfaldlega bestu franskar sem ég hef fengið sem eru fjölda framleiddar, þær eru unnar úr sérvöldum kartöflum og það skilar sér á diskinn.“

Segir Agnar Sverrisson Michelin kokkur.

Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi

Agnar Sverrisson, betur þekktur sem Aggi kynnist frakkanum Pierre Koffmann persónulega þegar hann var með veitingastaðinn Texture í London.

Koffmann er einn sá reyndasti, hann var með þrjár Michelin stjörnur í áratugi, með veitingastaðinn La Tante Clair í Chelsea hverfinu í London. Koffmann var hvað frægastur fyrir rétt sem var grísalöpp með kartöflumús.

„Koffmann kom oft á Texture, Michelin veitingastað Agga í London, Texture var einn af uppáhalds stöðum Koffmann. Þar kynnist ég honum og fjölskyldu hans, þetta er fjölskyldufyrirtæki þar sem menn vanda til verka.  Þeir hafa stjórn á allri virðiskeðjunni frá ræktun og til útflutnings.“

Segir Agnar Sverrisson Michelin kokkur.

Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi

Kartöflumúsin frá Koffmann er silkimjúk. Það tekur 5 mínútur að hrista fram úr erminni kartöflumús í hæsta gæðaflokki. Hún er alveg hlutlaus á bragðið, góð eins og hún kemur en það er líka mjög einfalt að aðlaga hana að sínu eldhúsi með nánast hvaða hráefni sem er.

Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi

Frönskurnar koma til að byrja með í þremur stærðum, þannig það eitthvað fyrir alla á markaðinum. Hægt er að kynnast Koffmann vöruúrvalinu betur á heimasíðu MATA www.mata.is og hafa samband við Tóta sölustjóra Mata í gegnum netfangið [email protected]

Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi

Mata hf. er leiðandi fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi. Fyrirtækið byggir á áratuga reynslu af innflutningi og dreifingu á ávöxtum og grænmeti, bæði innlendu og innfluttu.

Sérstaklega þjónustulipurt starfsfólk er reiðubúið að selja þér ávexti og grænmeti og við leggjum metnað okkar í að vörur okkar séu ferskar og í hæsta gæðaflokki.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið