Markaðurinn
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
Mata hf. í samstarfi við Agnar Sverrisson hefur hafið innflutning á Koffmann vörum. Framleiðandinn Koffmann er meðal annars þekktur fyrir framúrskarandi franskar og kartöflumús. Flest stærstu og flottustu high-end brasseríin í Bretlandi eru farin að nota Koffmann franskar, þar má til dæmis nefna veitingastaði Jamie Oliver og Gordan Ramsay.
- Agnar Sverrisson Michelin kokkur
- Pierre Koffmann
Koffmann vörurnar hafa slegið í gegn í Bretlandi og eru þeir orðnir leiðandi þar á markaði.
„Þetta eru einfaldlega bestu franskar sem ég hef fengið sem eru fjölda framleiddar, þær eru unnar úr sérvöldum kartöflum og það skilar sér á diskinn.“
Segir Agnar Sverrisson Michelin kokkur.
Agnar Sverrisson, betur þekktur sem Aggi kynnist frakkanum Pierre Koffmann persónulega þegar hann var með veitingastaðinn Texture í London.
Koffmann er einn sá reyndasti, hann var með þrjár Michelin stjörnur í áratugi, með veitingastaðinn La Tante Clair í Chelsea hverfinu í London. Koffmann var hvað frægastur fyrir rétt sem var grísalöpp með kartöflumús.
„Koffmann kom oft á Texture, Michelin veitingastað Agga í London, Texture var einn af uppáhalds stöðum Koffmann. Þar kynnist ég honum og fjölskyldu hans, þetta er fjölskyldufyrirtæki þar sem menn vanda til verka. Þeir hafa stjórn á allri virðiskeðjunni frá ræktun og til útflutnings.“
Segir Agnar Sverrisson Michelin kokkur.
Kartöflumúsin frá Koffmann er silkimjúk. Það tekur 5 mínútur að hrista fram úr erminni kartöflumús í hæsta gæðaflokki. Hún er alveg hlutlaus á bragðið, góð eins og hún kemur en það er líka mjög einfalt að aðlaga hana að sínu eldhúsi með nánast hvaða hráefni sem er.
Frönskurnar koma til að byrja með í þremur stærðum, þannig það eitthvað fyrir alla á markaðinum. Hægt er að kynnast Koffmann vöruúrvalinu betur á heimasíðu MATA www.mata.is og hafa samband við Tóta sölustjóra Mata í gegnum netfangið [email protected]
Mata hf. er leiðandi fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi. Fyrirtækið byggir á áratuga reynslu af innflutningi og dreifingu á ávöxtum og grænmeti, bæði innlendu og innfluttu.
Sérstaklega þjónustulipurt starfsfólk er reiðubúið að selja þér ávexti og grænmeti og við leggjum metnað okkar í að vörur okkar séu ferskar og í hæsta gæðaflokki.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni2 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi