Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kleinum þetta í gang: Íslenski kleinudagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Það er orðið algengt víða um heim að vinsælt bakkelsi fái sinn eigin dag. Í Svíþjóð er til dæmis haldið upp á vöfflu- og kanelsnúðadaginn og í Danmörku er pönnukökudagurinn vinsæll viðburður. En hér á landi á kleinan sannarlega ekkert minna skilið, enda órjúfanlegur hluti af íslenskri matar- og þjóðmenningu.
Kleinudeginum var fagnað í fyrsta sinn árið 2021 og hefur síðan notið sívaxandi vinsælda. Fjölmiðlar hafa greint frá deginum víða og æ fleiri fyrirtæki í veitinga- og bakaríageiranum taka þátt með einum eða öðrum hætti. Enginn græðir á deginum nema íslenska þjóðin sjálf, sem fær tilefni til að gleðjast, steikja kleinur og gera þessum þjóðlega bita hátt undir höfði.
Best að fagna með kleinu í hönd
Að sjálfsögðu er kleinudeginum best fagnað með því að fá sér kleinu, hvort sem hún er heimagerð eða keypt úr uppáhaldsbakaríinu. Á Instagram-síðunni Kleinudagurinn má finna innblástur, fróðleik og myndir af kleinum hvaðanæva að, auk þess sem almenningur er hvattur til að deila sínum eigin myndum með myllumerkinu #kleinudagurinn.
Hvers vegna 10. nóvember?
Vinir kleinunnar velta því vandlega fyrir sér hvenær best væri að halda upp á daginn og niðurstaðan varð 10. nóvember. Haustið þótti kjörinn tími, þegar fá fagnaðarefni eru framundan en þörfin fyrir notalegheit og heimilislega lykt er mikil. Þá er hægt að steikja kleinur og jafnvel frysta þær fyrir jólin.
„Fyrst og síðast var löngu kominn tími til að gera kleinunni hátt undir höfði,“
segir í tilkynningu frá vinum kleinunnar.
Kleinan lengi lifi!
Mynd: www.kleinudagurinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






