Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kex hostel opnar í Portland í Bandaríkjunum
„Þetta hefur farið rosalega vel af stað, miklu betur en við þorðum að vona. Þær áætlanir sem við gerðum eru þegar sprungnar og við erum glaðir og stoltir af því hvað þetta fær mikinn og jákvæðan meðbyr hjá heimafólki,“
segir Ólafur Ágústsson matreiðslu,- og veitingamaður í samtali við Morgunblaðið.
Ólafur hefur síðustu mánuði unnið að opnun Kex hostels í Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum. Formleg opnun var svo í byrjun nóvember og hefur Kex mælst mjög vel fyrir í borginni fyrstu vikurnar. Um það vitna umfjallanir þarlendra fjölmiðla, svosem Conde Nast Traveler og Oregon Live.
Um er að ræða hálfgerðan systurstað Kex hostels sem stendur við Skúlagötu í Reykjavík. Kristinn Vilbergsson er eigandi Kex Portland en hann var einn af stofnendum Kex á Íslandi. Síðan þá hafa aðrir tekið við þeim rekstri, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa útrás veitingamanna í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: Instagram / Kex Portland

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!