Markaðurinn
Kertaljós sem skapa stemningu og spara tíma
Rekstrarvörur bjóða nú 30% afslátt af völdum Bolsius kertum – faglegum lausnum sem henta sérstaklega vel fyrir veitingastaði, hótel og aðra þjónustu í veitingageiranum.
Stemningin sem gestir upplifa þegar þeir stíga inn í rýmið skiptir öllu máli. Kerti eru einföld leið til að skapa hlýtt og faglegt andrúmsloft – og með Bolsius færðu lausnir sem sameina fallega framsetningu, áreiðanleika og skilvirkni í rekstri.
Relight® – ljósið sem varir
Bolsius Relight® kertin eru hönnuð fyrir fagfólk í hótelum og veitingageiranum. Með allt að 24 klst brennslutíma sparar þú bæði tíma og vinnu starfsfólksins – engin stöðug útskipting, bara stöðug og falleg stemning. Refill-kerfið gerir það auðvelt að skipta um lit eftir árstíð eða tilefni, og kertin brenna hreint og án ilmefna.
Teljós og kubbakerti – klassískir valkostir
Teljósin frá Bolsius eru okkar allra vinsælustu kerti. Þau eru til í 6, 8 og 10 klst brennslutíma og henta því jafnt fyrir daglega notkun sem löng kvöld. Hvít kubbakerti bæta við klassískri og glæsilegri framsetningu, hvort sem þau eru notuð í borðsetningar eða til að skreyta rými.
Gæði sem skipta máli
Bolsius kertin sem Rekstrarvörur bjóða eru:
- Framleidd í Evrópu með ströngum gæðakröfum
- Laus við pálmaolíu og dýrafitu
- Með kertaþræði úr 100% bómul
- Ilmefnalaus, svo þau henta öllum rýmum og gestum
- Með hreinan loga og áreiðanlegan brennslutíma án sóts
Þetta þýðir fallegri upplifun fyrir gestina – og lausnir sem þú getur treyst á í þínum rekstri.
Sérfræðiráðgjöf hjá RV
Við hjá Rekstrarvörum leggjum metnað í að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur. Hvort sem þú vilt endingargóð Relight® kerti fyrir hótel, teljós í mismunandi brennslutímum eða klassísk kubbakerti fyrir viðburði – þá finna ráðgjafar okkar réttu lausnina fyrir þig og þinn vinnustað.
Nú er í boði 30% afsláttur af völdum Bolsius kertum – tilboðið gildir aðeins til og með 10.september 2025. Hafðu samband við ráðgjafa RV og tryggðu þér birgðirnar í dag.
[email protected]
s: 520 6666
www.RV.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?







