Vertu memm

KM

Keppnin um matreiðslumann ársins

Birting:

þann

Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara hefur ákveðið að færa keppnina um matreiðslumann ársins yfir á haustið í stað seinnipart vetrar eins og verið hefur í mörg ár.  Nokkrar ástæður liggja að baki þessari ákvörðun.  Haustið hentar mjög vel vegna árstíðabundins framboðs af hráefni og þá stemmir hún betur við sýninguna á Akureyri þar sem keppnin fer fram annað hvert ár.  Einnig hefur sýningin í Smáranum breyst úr matarsýningu í ferða- og golfsýningu og hentar því ekki lengur að vera með matreiðslukeppni þar inni.

Framkvæmdanefnd um keppnina matreiðslumaður ársins hefur ákveðið að keppnin verði haldin á bilinu 10. sept -15. okt og verður keppt með leyndarkörfu úr haustmat.  Staðsetning og nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar.

 

Fyrir hönd stjórnar Klúbbs matreiðslumeistara

Ingvar Sigurðsson
Forseti

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið