KM
Keppnin um matreiðslumann ársins
Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara hefur ákveðið að færa keppnina um matreiðslumann ársins yfir á haustið í stað seinnipart vetrar eins og verið hefur í mörg ár. Nokkrar ástæður liggja að baki þessari ákvörðun. Haustið hentar mjög vel vegna árstíðabundins framboðs af hráefni og þá stemmir hún betur við sýninguna á Akureyri þar sem keppnin fer fram annað hvert ár. Einnig hefur sýningin í Smáranum breyst úr matarsýningu í ferða- og golfsýningu og hentar því ekki lengur að vera með matreiðslukeppni þar inni.
Framkvæmdanefnd um keppnina matreiðslumaður ársins hefur ákveðið að keppnin verði haldin á bilinu 10. sept -15. okt og verður keppt með leyndarkörfu úr haustmat. Staðsetning og nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar.
Fyrir hönd stjórnar Klúbbs matreiðslumeistara
Ingvar Sigurðsson
Forseti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var