Sverrir Halldórsson
Kaupmannahöfn | 1. kafli
Það var um tvö leitið fimmtudaginn 13. nóvember sem að við félagarnir lögðum af stað í enn eina ferðina og nú skyldi skroppið út fyrir landsteinana, nánar tiltekið til Kaupmannahafnar.
Markmið ferðarinnar var að borða danskt jólahlaðborð og klassískan danskan mat og munum við segja frá ferðinni frá og með hér.
Þegar við komum til Keflavíkur fórum við í heimsókn til hans Arnars Garðarssonar á Soho veitingum til að skoða nýja húsnæðið sem hann er að innrétta fyrir sína starfsemi. Var virkilega gaman að hitta kallinn og taka spjall og fá útlistingu á hvað sé í vændum, eftir góðan túr kvöddum við Örn og héldum á hótelið sem við ætluðum að gista fyrstu nóttina.
Heitir það Bed and Breakfast og er upp á Ásbrú, hét Billeting í gamla daga þegar herinn var á varnasvæðinu. Tekið var vel tekið á móti okkur, lykill að herbergi 108 afhentur, það sem innifalið var í pakkanum var gisting fyrir tvo ásamt morgunverði, geymsla á bíl, akstur upp á völl og sóttir upp á völl komudag, fyrir þetta var rukkað 9900 kr., sem er ekki mikið.
Fórum inn á herbergi og slökuðum á þar til við fórum niður í Keflavík til að fá okkur kvöldverð og höfðum við ákveðið að snæða á Réttinum á Hafnargötu þar sem Magnús Þórisson stýrir af myndarskap.
Við fengum okkur sveppasúpu og soðinn lambaframpartur með karrísósu og var þetta alveg glimrandi gott.
Héldum við upp á hótel sælir í maga og heila og skelltum við okkur beint í rúmið, því við ætluðum að vakna klukkan 04:00 um nóttina.

-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars