Vertu memm

Markaðurinn

Karl K. Karlsson tekur við sölu á Campari á Íslandi

Birting:

þann

Frá og með 1. mars mun Karl K. Karlsson taka við sölu á Campari á Íslandi.  Campari fagnar í ár 150 ára afmæli en þessi vinsæli drykkur á sér einnig langa sögu á Íslandi.  Til að fylgja straumum og stefnum er Campari stöðugt að þróa nýja og flotta drykki og í dag er áherslan lögð á kokteila.

Bloody Brilliant Negroni

Bloody Brilliant Negroni

Campari og Bulldog hrista saman marga girnilega kokteila og hér er dæmi um einn klassískan sem búið er að færa í nútímalegri búning.

Bloody Brilliant Negroni

45ml Bulldog Gin
30ml Campari
30ml Cocchi Torino Vermuth
Dash Jerry Thomas Bitter´s frá Bitter Truth

2 lauf af blóðappelsínu til skreytingar.

Framreitt á klaka.

 

Aperol Spritz

Aperol Spritz

Campari Group dreifir einnig Aperol og er Aperol Spritz  einn sá drykkur sem fór sigurför um heiminn á síðasta ári.

Hér er uppskrift að Aperol Spritz sem hentar við öll tækifæri.

3 Hlutar Freyðivín
2 Hlutar Aperol
1 Hlutur sódavatn
Glasið fyllt með ís og skreytt með sneið af appelsínu.

Campari Group hefur mörg önnur vörumerki á sinni könnu eins og t.d: Frangelico, Sagatiba, Carolans, Irish Mist, 12 Ouzo, Cinzano og fleiri drykki sam hafa verið á markaðnum í nokkurn tíma.

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið