Markaðurinn
Karl K. Karlsson tekur við sölu á Campari á Íslandi
Frá og með 1. mars mun Karl K. Karlsson taka við sölu á Campari á Íslandi. Campari fagnar í ár 150 ára afmæli en þessi vinsæli drykkur á sér einnig langa sögu á Íslandi. Til að fylgja straumum og stefnum er Campari stöðugt að þróa nýja og flotta drykki og í dag er áherslan lögð á kokteila.
Campari og Bulldog hrista saman marga girnilega kokteila og hér er dæmi um einn klassískan sem búið er að færa í nútímalegri búning.
Bloody Brilliant Negroni
45ml Bulldog Gin
30ml Campari
30ml Cocchi Torino Vermuth
Dash Jerry Thomas Bitter´s frá Bitter Truth
2 lauf af blóðappelsínu til skreytingar.
Framreitt á klaka.
Campari Group dreifir einnig Aperol og er Aperol Spritz einn sá drykkur sem fór sigurför um heiminn á síðasta ári.
Hér er uppskrift að Aperol Spritz sem hentar við öll tækifæri.
3 Hlutar Freyðivín
2 Hlutar Aperol
1 Hlutur sódavatn
Glasið fyllt með ís og skreytt með sneið af appelsínu.
Campari Group hefur mörg önnur vörumerki á sinni könnu eins og t.d: Frangelico, Sagatiba, Carolans, Irish Mist, 12 Ouzo, Cinzano og fleiri drykki sam hafa verið á markaðnum í nokkurn tíma.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni19 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann