Markaðurinn
Karl K Karlsson hefur sölu á bandaríska handverksgininu Aviation
Karl K Karlsson hefur hafið umboðssölu á bandaríska handverksgininu Aviation, sem framleitt er í Portland í Oregon ríki.
Framleiðsla þessa einstaka gins hófst árið 2005 og hefur það verið að gera frábæra hluti síðan. Aviation fær frábæra dóma á Wine Enthusiast, eða 97 stig af 100 mögulegum og er hinn forkunnafagri Hollywoodleikari Ryan Reinolds einn af forsvarsmönnum og eigandi fyrirtækisins í dag. Þá fékk Old Tom tegund Aviation gullverðlaun á San Francisco Spirit Competition árið 2018, og verður það fáanlegt á næstunni.
Ginið er fyrst og fremst ætlað til kokteilagerðar og er því ekki úr vegi að láta uppskrift af einum al-bandarískum kokteil fylgja:
THE SOUTHSIDE
Uppruni þessa kokteils er á huldu en um hann ríkja ýmsar flökkusögur. Kom hann fyrst fram á sjónarviðið á hinum goðsagnakennda 21 club í Manhattan? Var hann skapaður af gangsterum í Chicago á bannárunum? Spratt hann fram í íþróttaklúbbum heldri borgara á Long Island? Sennilega fæst aldrei úr þessu skorðið en eitt er víst, að fátt jafnast á við blöndu af límónu, myntu og gini á heitum sumardögum.
HRÁEFNI
- 60ml Aviatin American Gin
- 22ml af nýkreistum lime safa
- 6 lauf af ferskri myntu
- 22 ml af sykursýrópi
AÐFERÐ
- Kremjið myntulaufin í hristaraglasi
- Bætið við öðrum hráefnum
- Fyllið hristara með klökum og hristið hressilega
- Hellið í kokteilglas
- Skreytið með stilk af myntu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir