Uncategorized
Kampavín teygað sem aldrei fyrr
Landsmenn hafa teygað kampavín sem aldrei fyrr í góðæri undanfarinna ára. Kampavínssala jókst um rösklega áttatíu prósent milli áranna 2003 og 2006.
Íslendingum hefur löngum verið legið á hálsi fyrir neyslugleði. En í grein Þóru Helgadóttur hagfræðings í Markaðnum í dag kemur fram að neyslan hér er mun sveiflukenndari en hjá öðrum vestrænum ríkjum. En það þýðir líka að þegar vel árar flykkjumst við í búðir. Og höfum reyndar gert æ oftar því Íslendingar neyta nú um helmingi meira en þeir gerðu fyrir aðeins 10 árum. Bara Írar slá okkur við í neysluaukningunni.
Og síðustu árin hefur mikil bjartsýni einkennt þjóðfélagið – eins og sjá má þegar skoðað er hvað landsmenn hafa bætt við sig af ýmsum lúxusvarningi. Þóra bendir meðal annars á – og hefur upp úr rannsókn hagstofunnar á útgjöldum heimilanna, að:
Árið 2003 – áttu aðeins 5,8% heimila í landinu tjaldvagn. Yfir tvöfalt fleiri áttu tjaldvagn – þremur árum síðar.
Árið 2003 áttu 2,6% heimila vélsleða – næstum eitt af hverjum tuttugu heimilum átti vélsleða árið 2006.
Sjónvarpstæki eru líklega á hverju heimili en á 5% heimila voru fjögur sjónvarpstæki eða fleiri árið 2003. Slík sjónvarpstækjaauðlegð var komin á 8% heimila þremur árum síðar. Og þarfasti þjónninn er auðvitað til á flestum betri heimilum – en árið 2004 var minnst þriggja bíla floti á fjórum komma þremur prósentum heimila – tveimur árum síðar var viðlíka floti á sjö komma þremur prósentum þeirra.
Og svo eru það guðaveigarnar – drykkurinn freyðandi gullni sem mörgum finnst æðstatákn hins ljúfa lífs – kampavínið. Þar höfum við Íslendingar aldeilis tekið okkur á. Árið 2003 sötruðum við tæplega sextán þúsund lítra af kampavíni – þremur árum síðar svolgruðum við í okkur næstum helmingi meira, eða tæplega 29 þúsund lítra.
Texti: Visir.is | [email protected]

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar