Vertu memm

Frétt

Kaka ársins 2009 í Danmörku

Birting:

þann

Keppnin Kaka ársins 2009 í Danmörku var haldin í mars á þessu ári og stóð félag bakara og konditor- meistara ( www.bkd.dk ) að henni. Sendar voru inn 84 kökur alls staðar frá í danaveldi.

Sigurvegarinn með samdóma áliti dómara er Leme Rosenkjær Ludvigsen Larsen frá Eriks bakari á Amagerbrogade 176 í Kaupmannahöfn.

Kökuna nefnir Lena Syrling og er hún löguð úr ítölskum súkkulaðibotni þar ofaná rautt grape truffla, jógúrtkrem og að lokum pökkuð inn í þunna súkkulaðifilmu.

Kakan er seld í bakaríinu á 20 kr. danskar.

Jói Fel og þið hjá Labak ég geri það að tillögu minni að þegar kaka ársins 2010 verður valin að hún verði líka í skammtastærð svo hægt sé að selja hana á kaffihúsum og jafnvel að veitingastaðir tækju hana inn á matseðillinn hjá sér.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið