Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kaffihús verður opnað innan tíðar í Breiðholti | Gamla kaffihúsið í Drafnarfelli
Þetta svæði var í gamla daga mjög lifandi, það var fataverslun, bakarí og banki, til dæmis,
segir Unnur Anna Sigurðardóttir í samtali við Dv.is, en hún er einn eigenda Gamla kaffihússins, sem verður opnað í Breiðholti á næstunni.
Kaffihúsið verður í Drafnarfelli, við hliðina á pólsku búðinni sem þar er. Nánast allt er orðið klárt fyrir opnun, aðeins er beðið eftir að fá leyfi samþykkt sem hefur tafist vegna verkfalls BHM og sumarleyfa í kjölfarið.
Unnur, eiginmaður hennar, Karl Víkingur Stefánsson framreiðslumaður og eigandi Gamla Vínhússins, og þrír aðrir aðilar eru eigendur Gamla kaffihússins. Unnur segist ekki efast um að því verði vel tekið og þörf sé fyrir kaffihús í hverfinu:
Við teljum að það sé vöntun á svona stað í Breiðholtinu. Þetta er orðið rótgróið hverfi og orðið nokkuð mikið af gömlu fólki hér sem vill kannski ekki þurfa að fara langt til að fá sér góðan kaffisopa. Einnig erum við sannfærð um að ungar mæður vilja svona stað þar sem þær geta hist með börnin sín. Þetta er líka mjög stórt hverfi með fjölbreyttri flóru íbúa.
Segir Unnur í samtali við Dv.is
Unnur segir að sótt hafi verið um leyfi fyrir stað sem tekur 50 manns og sótt hafi verið um léttvínsleyfi.
Þetta verður svona bistró. Í hádeginu verðum við með súpu og salatbar. Síðan komum við til með að bjóða upp á kjúklingasalat, brauðrétti og þess háttar.
Hvað með stíl og útlit?
Þaðan kemur þetta „gamla“ í Gamla kaffihúsið. Við ætlum að láta staðinn líta út eins og þú sért að ganga inn á kaffihús sem hefur verið starfrækt síðan 19 hundruð og súrkál. Ég held að slíkur andi gefi fólki öryggistilfinningu og þægindatilfinningu. Síðan ætlum við að vera með hillu þar sem hægt er að fá gefins bækur. Fólk getur bæði tekið bækur og gefið bækur sem það hefur lesið og vill að aðrir njóti.
Unnur segir að staðurinn verði opnaður um leið og leyfi fáist. Allt er að verða klárt fyrir opnun og Breiðholtsbúar og aðrir sem yndi hafa af kaffihúsum geta farið að hlakka til.
Greint frá á dv.is
Mynd: af facebook síðu Gamla kaffihússins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur