Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kaffihús og veitingastaður opnar á Rauðarárstíg
PREPP er kaffihús og veitingastaður sem opnaði nú á dögunum. PREPP er staðsettur við Rauðarárstíg 10 í Reykjavík við hliðina á Lucky Records sem er steinsnar frá Matarhöllinni á Hlemm.
Eigendur PREPP eru Daníel Thors og Jón Gunnar Jónsson.
Fyrst um sinn, á meðan þeir eru að fínpússa alla verkferla þá er opið á milli 8 og 17. Það stendur hins vegar til að sækja um vínveitingaleyfi og lengja opnunartíma til 23.
Staðurinn tekur 50 manns í sæti. Rýmið hentar einstaklega vel fyrir veislur og eru eigendur opnir fyrir því að leigja staðinn undir veisluhöld og annað skemmtilegt.
„PREPP er nafnið og er ekki skammstöfun á neinu. Okkur fannst nafnið skemmtilegt fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi þá preppum við matinn sem við seljum og því er það kannski vísun í það. Síðan er PREPP stutt og laggott, eitthvað sem eru auðvelt að leggja á minnið. VIð ræddum það að fólk kæmi til okkar í „After Work“ á föstudögum og preppaði sig fyrir frekari átök. Nafnið kom samt til okkar eftir talsvert langa og stembna leit. Ég átta mig ekki á því hvernig börn eru skírð því það mjög erfitt að finna nafn á staðinn. Við prófuðum þónokkur nöfn áður en við lentum á PREPP. Við erum sáttir með það og ætlum ekki að snerta á nafnavali aftur – þó það hafi verið skemmtilegt“
, sagði Daníel Thors í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um nafnið PREPP.
Í boði er alls kyns góðgæti með kaffinu en einnig samlokur, fiskisúpa, beyglur og hádegisréttir. Allir réttir sem PREPP selur eru líka „to-go“ og því er um að gera að, annað hvort mæta á svæðið eða hringja á undan sér og grípa með sér bita.
PREPP er sannkallað hverfiskaffi-, og veitingahús, býður upp á ljúfa stemningu, plötur í spilaranum, góðan mat, heitur capuccino og inniveður. Gerist ekki betra.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk