Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffihlaðborð eins og var á borðum Valgerðar biskupsfrúar i Skálholti um árið 1800
Þannig vildi til að Sigurvin hringdi i mig á föstudeginum, og spyr hvort ég vilji koma með austur i Skálholt á laugardeginum á félagsfund hjá félaginu Matur, Saga, Menning ( www.matarsetur.is ) og þáði ég það með þökkum.
Lagt var af stað um eittleytið úr bænum, þegar Venni hafði sett upp sólgleraugun eins og frægt er. Er í Skálholt var komið safnaðist hópurinn saman i sal skólans. Hófst þá dagskráin með því að presturinn á staðnum Egill Hallgrimsson tók ferð um kirkjuna og sagði frá sögu staðarins og sá kunni sko að segja frá.
Næst var fyrirlestur um fornleifauppgröftinn i Skálhlolti i höndum á Mjöll Snæsdóttur og var gengið út frá þvi hvaða hráefni hefðu verið á borðum þar frá þvi um 1200 til um 1800 og var ýmislegt sem kom upp.
Siðasta erindið var um ræktun á grænmeti í og við klaustur á Íslandi yfir sama timabil og var i fyrra erindi, og flutti það Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur.
Þá var komið að hinu margrómaða kaffihlaðborði og á því var rúgbrauð með heimalagaðri kindakæfu, flatkökur með hangikjöti, kleinur, kanelterta með gráfíkjum og þeyttum rjóma, rúsinuklattar með sykri og bláberjasultu, eplakaka með þeyttum rjóma, lagterta með sveskjusultu og að lokum brún lagterta með smjörkremi. Var gerður góður rómur af veitingunum og héldu allir frá Skálholti bæði mettir á sál og líkama.
Má segja að starfsfólk eldhússins i Skálholti með Bjarna Birgisson matreiðslumeistara i fararbroddi séu að gera góða hluti i fornri matargerð, en að auki býður Bjarni upp á matseðill frá annars vegar 12. öld og hins vegar frá 17. öld.
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun21 klukkustund síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó