Keppni
Kaffibarþjónn Íslands 2008
Keppnin var haldin 18. mars síðastliðinn, í húsnæði A Karlssonar að Víkurhvarfi í Kópavogi, skipulögð af kaffibarþjónasambandi Íslands í samstarfi við umboðsaðila Kahlúa á Íslandi.
Keppendur í ár voru 5 og fór keppnin þannig fram að í fyrri hluta kepptu aðilar í að laga Irish Coffee og hvað annað en með Jameson, og seinni drykkurinn var frjáls.
Dómarar voru 5, 2 dæmdu útlit ( visual ) drykkjanna, aðrir 2 dæmdu bragð og fimmti var yfirdómari og að þessu sinni kom það í hlut Sonju Grant.
Dæmt var eftir aðþjóðlegum reglum kaffibarþjóna, þar sem keppendur hafa 8 mínútur til þessa að blanda tvo drykki í tvö glös.
Kaffibarþjónn ársins 2008 er Hjörtur Matthías Skúlason og er þetta annað árið í röð sem hann vinnur, í öðru sæti kom Kristín Ingimarsdóttir og í þriðja sæti var Katrín Alfa Snorradóttir.
Hjörtur mun síðan fara til Kaupmannahafnar í boði Kahlúa og taka þátt í Evrópumeistaramót Kaffibarþjóna.
Sigurdrykkurinn heitir Vorri
Vorri
Lítill expresso látin leka yfir
1 tsk 56% dökkt súkkulaði, þannig að súkkulaðið bráðni
Lagt til hliðar í kælingu
Rjómasæng fyrir 4 drykki
30 ml rjómi
1 tsk hrásykur
Pínulítið Strob, létt hristist saman til rjóminn þykknar
Og myndar mjúkar rjómasæng ofan á kaffið.
Drykkurinn er borinn fram kaldur í fallegu glasi á fæti
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt