Keppni
Kaffibarþjónn Íslands 2008
Keppnin var haldin 18. mars síðastliðinn, í húsnæði A Karlssonar að Víkurhvarfi í Kópavogi, skipulögð af kaffibarþjónasambandi Íslands í samstarfi við umboðsaðila Kahlúa á Íslandi.
Keppendur í ár voru 5 og fór keppnin þannig fram að í fyrri hluta kepptu aðilar í að laga Irish Coffee og hvað annað en með Jameson, og seinni drykkurinn var frjáls.
Dómarar voru 5, 2 dæmdu útlit ( visual ) drykkjanna, aðrir 2 dæmdu bragð og fimmti var yfirdómari og að þessu sinni kom það í hlut Sonju Grant.
Dæmt var eftir aðþjóðlegum reglum kaffibarþjóna, þar sem keppendur hafa 8 mínútur til þessa að blanda tvo drykki í tvö glös.
Kaffibarþjónn ársins 2008 er Hjörtur Matthías Skúlason og er þetta annað árið í röð sem hann vinnur, í öðru sæti kom Kristín Ingimarsdóttir og í þriðja sæti var Katrín Alfa Snorradóttir.
Hjörtur mun síðan fara til Kaupmannahafnar í boði Kahlúa og taka þátt í Evrópumeistaramót Kaffibarþjóna.
Sigurdrykkurinn heitir Vorri
Vorri
Lítill expresso látin leka yfir
1 tsk 56% dökkt súkkulaði, þannig að súkkulaðið bráðni
Lagt til hliðar í kælingu
Rjómasæng fyrir 4 drykki
30 ml rjómi
1 tsk hrásykur
Pínulítið Strob, létt hristist saman til rjóminn þykknar
Og myndar mjúkar rjómasæng ofan á kaffið.
Drykkurinn er borinn fram kaldur í fallegu glasi á fæti
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







