Keppni
Kaffibarþjónn Íslands 2008
Keppnin var haldin 18. mars síðastliðinn, í húsnæði A Karlssonar að Víkurhvarfi í Kópavogi, skipulögð af kaffibarþjónasambandi Íslands í samstarfi við umboðsaðila Kahlúa á Íslandi.
Keppendur í ár voru 5 og fór keppnin þannig fram að í fyrri hluta kepptu aðilar í að laga Irish Coffee og hvað annað en með Jameson, og seinni drykkurinn var frjáls.
Dómarar voru 5, 2 dæmdu útlit ( visual ) drykkjanna, aðrir 2 dæmdu bragð og fimmti var yfirdómari og að þessu sinni kom það í hlut Sonju Grant.
Dæmt var eftir aðþjóðlegum reglum kaffibarþjóna, þar sem keppendur hafa 8 mínútur til þessa að blanda tvo drykki í tvö glös.
Kaffibarþjónn ársins 2008 er Hjörtur Matthías Skúlason og er þetta annað árið í röð sem hann vinnur, í öðru sæti kom Kristín Ingimarsdóttir og í þriðja sæti var Katrín Alfa Snorradóttir.
Hjörtur mun síðan fara til Kaupmannahafnar í boði Kahlúa og taka þátt í Evrópumeistaramót Kaffibarþjóna.
Sigurdrykkurinn heitir Vorri
Vorri
Lítill expresso látin leka yfir
1 tsk 56% dökkt súkkulaði, þannig að súkkulaðið bráðni
Lagt til hliðar í kælingu
Rjómasæng fyrir 4 drykki
30 ml rjómi
1 tsk hrásykur
Pínulítið Strob, létt hristist saman til rjóminn þykknar
Og myndar mjúkar rjómasæng ofan á kaffið.
Drykkurinn er borinn fram kaldur í fallegu glasi á fæti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







