Markaðurinn
Kælitækni býður upp á þjónustusamninga fyrir klakavélar frá Scotsman
Kælitækni hefur flutt inn og þjónustað klakavélar nánast frá því að fyrirtækið var stofnað eða snemma á 7. áratug síðustu aldar.
Scotsman framleiðir klakavélar undir vörumerkjunum Scotsman og Barline og er einn stærsti framleiðandi heims á klakavélum. Þar hefur ávallt verið lögð áhersla á gæði og fagmennsku við framleiðslu á vélunum til að tryggja góðan endingartíma og sem bestu mögulegu vöru til viðskiptavina og neytenda.
Kælitækni er með gott úrval af klakavélum frá Scotsman á lager til að uppfylla mismunandi þarfir viðskiptavina. Einnig erum við með gott úrval varahluta á lager til að tryggja sem bestu mögulegu þjónustu til viðskiptavina okkar.
Þjónustusamningar
Í ljósi aukinnar eftirspurnar frá viðskiptavinum okkar fyrir áreiðanlegri þjónustu og viðhaldi á klakavélum, erum við hjá Kælitækni byrjuð að bjóða upp á þjónustusamninga fyrir klakavélar frá Scotsman. Við skiljum mikilvægi þess að tryggja að búnaðurinn þinn virki á sem hagkvæmastan og áreiðanlegastan hátt.
Hvað felur þjónustusamningurinn í sér?
Þjónustusamningurinn okkar býður upp á reglubundin þrif og fyrirbyggjandi viðhald til að tryggja hámarksafköst og lengri líftíma klakavéla. Auk þess, ef upp koma bilanir eða aðrar áskoranir, erum við með viðgerðarþjónustu sem tryggir að klakavélin þín verði fljótt og faglega viðgerð.
Sérsniðin lausn fyrir hvern viðskiptavin
Við vitum að hver viðskiptavinur hefur sínar eigin þarfir og kröfur. Þess vegna bjóðum við upp á sérsniðna þjónustusamninga sem taka tillit til sérstakra þarfa hvers og eins, hvort sem það á við um tíðni viðhalds eða þrifa.
Kerfi sem heldur utan um viðhald og þrif
Kælitækni heldur nákvæma skrá yfir raðnúmer allra klakavéla sem við þjónustum og notar kerfi sem lætur okkur vita þegar komið er að tíma fyrir reglubundið viðhald eða þegar möguleg vandamál kunna að vera í uppsiglingu. Þetta tryggir að við getum brugðist hratt við og komið í veg fyrir hugsanlegar bilanir áður en þær fara að hafa áhrif á rekstur viðskiptavina
Ávinningur fyrir viðskiptavininn
Með því að nýta þjónustusamninga Kælitækni fyrir klakavélar frá Scotsman eru viðskiptavinir okkar að tryggja að búnaður sé í besta mögulega standi á hverjum tíma. Þetta leiðir ekki aðeins til aukinnar ánægju og öryggis fyrir starfsfólk og viðskiptavini, heldur einnig til lægri rekstrarkostnaðar þar sem forvarnir og reglubundið viðhald geta dregið úr líkum á kostnaðarsömum viðgerðum til lengri tíma.
Við hjá Kælitækni skuldbindum okkur til að veita framúrskarandi þjónustu og styðja við rekstur viðskiptavina okkar með því að tryggja að klakavélarnar þeirra virki áreiðanlega og á hagkvæman hátt. Endilega hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um hvernig þjónustusamningur getur styrkt þinn rekstur.
Netfang: [email protected]
Sími: 440-1800
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Starfsmannavelta23 klukkustundir síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla