Smári Valtýr Sæbjörnsson
Júllabúð tekur yfir rekstur á Brekku
Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu
, segir Júlíus Freyr Theodórsson eigandi Júllabúðar í Hrísey í samtali við visir.is, en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með.
Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi. Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.
, útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli. Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær.
Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.
Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin.
Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.
Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel.
Hann býr hérna á móti mér
, segir Júlli og hlær.
Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.
Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna
Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur. Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það
, útskýrir Júlli. Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla.
Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.
Greint frá á visir.is
Mynd: af facebook síðu Júllabúð Hrísey

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“