Vertu memm

Keppni

Jónmundur sigraði Bulleit Bourbon kokteilkeppnina

Birting:

þann

Bulleit Bourbon kokteilkeppnin 2018

Frá Vinstri: Jónmundur Sigurvegari, Hlynur Björnsson Reserve Brand Ambassador hjá Ölgerðinni, Orri Páll 2. sæti, Daníel 3. sæti og Akira 4. Sæti. Á gólfinu er: Jónas Heiðarr Sigurvegari World Class keppninar 2017.

Í gær var haldin Bulleit Bourbon „Recycling is Cool“ Kokteil Keppni en alls skráðu sig 25 barþjónar í keppnina.

Þeir 15 barþjónar sem voru með frumlegustu og skemmtilegustu hugmyndina til að Endurvinna og Endurnýta á barnum sínum kepptu í gær og var tilkynnt um sigurvegara í Kjallaranum á Sæta Svíninu.

Bulleit Bourbon kokteilkeppnin 2018

Hér má sjá Jónmund með sigurdrykkinn sinn Wasteland

Margar frábærar hugmyndir og drykkri komu í gær en eins og í öllum keppnum er einn sigurvegari og stóð Jónmundur Þorsteinsson hjá Apótek Bar & Grill uppi sem sigurvegari.

Top 4 voru eftirfarandi:

1. sæti – Jónmundur á Apótek Bar & Grill
2. sæti – Orri Páll á Apótek Bar & Grill
3. sæti – Akira á Pabló Diskóbar
4. sæti – Daníel á Sushi Social

Dómnefnd labbaði á milli staða og fengu þátttakendur að taka þátt á sínum bar og fengu keppendur 7 mínútur til að kynna hvernig þeir útbúa Bulleit Drykkinn sinn og hugsa út fyrir kassann til að leggja sitt að mörkum til að huga betur um jörðina okkar.

Takk kærlega fyrir frábæran dag og sigurvegarar innilega til hamingju.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið