Keppni
Jónmundur sigraði Bulleit Bourbon kokteilkeppnina

Frá Vinstri: Jónmundur Sigurvegari, Hlynur Björnsson Reserve Brand Ambassador hjá Ölgerðinni, Orri Páll 2. sæti, Daníel 3. sæti og Akira 4. Sæti. Á gólfinu er: Jónas Heiðarr Sigurvegari World Class keppninar 2017.
Í gær var haldin Bulleit Bourbon „Recycling is Cool“ Kokteil Keppni en alls skráðu sig 25 barþjónar í keppnina.
Þeir 15 barþjónar sem voru með frumlegustu og skemmtilegustu hugmyndina til að Endurvinna og Endurnýta á barnum sínum kepptu í gær og var tilkynnt um sigurvegara í Kjallaranum á Sæta Svíninu.
Margar frábærar hugmyndir og drykkri komu í gær en eins og í öllum keppnum er einn sigurvegari og stóð Jónmundur Þorsteinsson hjá Apótek Bar & Grill uppi sem sigurvegari.
Top 4 voru eftirfarandi:
1. sæti – Jónmundur á Apótek Bar & Grill
2. sæti – Orri Páll á Apótek Bar & Grill
3. sæti – Akira á Pabló Diskóbar
4. sæti – Daníel á Sushi Social
Dómnefnd labbaði á milli staða og fengu þátttakendur að taka þátt á sínum bar og fengu keppendur 7 mínútur til að kynna hvernig þeir útbúa Bulleit Drykkinn sinn og hugsa út fyrir kassann til að leggja sitt að mörkum til að huga betur um jörðina okkar.
Takk kærlega fyrir frábæran dag og sigurvegarar innilega til hamingju.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar13 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






