Keppni
Jónmundur sigraði Bulleit Bourbon kokteilkeppnina

Frá Vinstri: Jónmundur Sigurvegari, Hlynur Björnsson Reserve Brand Ambassador hjá Ölgerðinni, Orri Páll 2. sæti, Daníel 3. sæti og Akira 4. Sæti. Á gólfinu er: Jónas Heiðarr Sigurvegari World Class keppninar 2017.
Í gær var haldin Bulleit Bourbon „Recycling is Cool“ Kokteil Keppni en alls skráðu sig 25 barþjónar í keppnina.
Þeir 15 barþjónar sem voru með frumlegustu og skemmtilegustu hugmyndina til að Endurvinna og Endurnýta á barnum sínum kepptu í gær og var tilkynnt um sigurvegara í Kjallaranum á Sæta Svíninu.
Margar frábærar hugmyndir og drykkri komu í gær en eins og í öllum keppnum er einn sigurvegari og stóð Jónmundur Þorsteinsson hjá Apótek Bar & Grill uppi sem sigurvegari.
Top 4 voru eftirfarandi:
1. sæti – Jónmundur á Apótek Bar & Grill
2. sæti – Orri Páll á Apótek Bar & Grill
3. sæti – Akira á Pabló Diskóbar
4. sæti – Daníel á Sushi Social
Dómnefnd labbaði á milli staða og fengu þátttakendur að taka þátt á sínum bar og fengu keppendur 7 mínútur til að kynna hvernig þeir útbúa Bulleit Drykkinn sinn og hugsa út fyrir kassann til að leggja sitt að mörkum til að huga betur um jörðina okkar.
Takk kærlega fyrir frábæran dag og sigurvegarar innilega til hamingju.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






