Keppni
Jónmundur sigraði BeefeaterMIXLDN keppnina með drykkinn The Tresures of Laugardalur – Myndir og vídeó
Frábær stemmning var á úrslitakvöldi BeefeaterMIXLDN sem haldin var á Hverfisbarnum í lok nóvember.
Tólf frábærir barþjónar voru valdir af Beefeater teyminu í London að taka þátt í þessu úrslitakvöldi þar sem sigurvegarinn fer í ferð lífs síns til London á næsta ári, og á möguleika á að búa til sitt eigið gin.
Þessi keppni hefur verið haldin í sex ár og fékk Ísland loks að taka þátt í ár. Þema keppninnar þetta árið er „borgin þín“ það er kokteilar innblásnir af þinni borg í víðasta skilning.
Sebastina Hamilton Global Brand Ambassador hjá Beefeater var yfirdómari og krýndi að lokum eftir jafna og spennandi keppni Jónmund Þorsteinsson frá Apótek Restaurant sigurvegara 2017 með drykkinn „The tresures of Laugardalur“.
Jónmundur fer nú til London í febrúar og etur þar kappi við aðra heimsklassa barþjóna frá 35 löndum.
Hér fyrir neðan er uppskriftin af sigurdrykknum hans Jónmundar.
The Tresures of Laugardalur
- 45ml beefeater london dry
- 22ml rabarbara
- 30ml djúsaðar hundasúrur
- 22ml kerfilssíróp
- Dass af appelsínubitter
- Hristur og borinn fram á klaka í keramik kokteilglasi/blómapotti
Skruna niður til að horfa á myndband.
Myndir
Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum