Vertu memm

Keppni

Jónmundur keppir í London – Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn

Birting:

þann

Í lok nóvember í fyrra var haldin keppnin BeefeaterMIXLDN hér á Íslandi þar sem tólf frábærir barþjónar voru valdir af Beefeater teyminu í London að taka þátt.

Þessi keppni hefur verið haldin í sex ár og fékk Ísland loks að taka þátt í fyrra.

Það var Jónmundur Þorsteinsson frá Apótek Restaurant sem sigraði mótið hér á Íslandi, en að launum fékk hann meðal annars þátttökurétt að keppa í aðal keppninni sem nú er haldin í London að auki á hann möguleika á að búa til sitt eigið gin.

Jónmundur einn af okkar bestu barþjónum á Íslandi er nú staddur í London og etur kappi við heimsklassa barþjóna frá 35 löndum.

Hér fyrir neðan er uppskriftin af drykknum hans Jónmundar sem hann sigraði með hér á Íslandi, en drykkurinn heitir The Tresures of Laugardalur:

45ml beefeater london dry
22ml rabarbara
30ml djúsaðar hundasúrur
22ml kerfilssíróp
Dass af appelsínubitter
Hristur og borinn fram á klaka í keramik kokteilglasi/blómapotti

Við færum ykkur fréttir af velgengni Jónmundar um leið og þær berast. Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn

Myndir: skjáskot af snapchat aðgangi veitingageirans.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið