Keppni
Jónmundur keppir í London – Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn
Í lok nóvember í fyrra var haldin keppnin BeefeaterMIXLDN hér á Íslandi þar sem tólf frábærir barþjónar voru valdir af Beefeater teyminu í London að taka þátt.
Þessi keppni hefur verið haldin í sex ár og fékk Ísland loks að taka þátt í fyrra.
Það var Jónmundur Þorsteinsson frá Apótek Restaurant sem sigraði mótið hér á Íslandi, en að launum fékk hann meðal annars þátttökurétt að keppa í aðal keppninni sem nú er haldin í London að auki á hann möguleika á að búa til sitt eigið gin.
Jónmundur einn af okkar bestu barþjónum á Íslandi er nú staddur í London og etur kappi við heimsklassa barþjóna frá 35 löndum.
Hér fyrir neðan er uppskriftin af drykknum hans Jónmundar sem hann sigraði með hér á Íslandi, en drykkurinn heitir The Tresures of Laugardalur:
45ml beefeater london dry
22ml rabarbara
30ml djúsaðar hundasúrur
22ml kerfilssíróp
Dass af appelsínubitter
Hristur og borinn fram á klaka í keramik kokteilglasi/blómapotti
Við færum ykkur fréttir af velgengni Jónmundar um leið og þær berast. Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn
Myndir: skjáskot af snapchat aðgangi veitingageirans.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið