Sverrir Halldórsson
Jómfrúin Lækjargötu – Klassískt danskt smurbrauð | Veitingarýni
Það var einn daginn sem mig blóðlangaði í danskt smurbrauð, og einfaldasta lausnin var sú að heimsækja veitingastaðinn Jómfrúnna í Lækjargötu.
Það er alltaf traffík hjá þeim á Jómfrúnni, þannig að ég var í fyrra fallinu, var 3. gesturinn og tekið á móti manni og vísað til borðs boðinn matseðill og hvort ég vildi eitthvað að drekka og úr varð öllum til furðu coke light.
Síðan var matseðillinn ígrundaður og eftirfarandi valið:
Virkilega flott samsetning og ekki skemmdi fyrir að þjónninn kom með villisveppasósu og bauð mér að nota með sneiðinni og þá brosti maður út að eyrum.

Rauðspretta
Rúgbrauð með smjöri, steikt rauðspretta, remúlaði, laxarós m/ kavíar rækjum, spergli og sítrónu
Alltaf jafngott.
Svakalegur góður réttur, sinnepspicklesinn tónar vel á móti söltu kjötinu og ferska piparróti flytur mann til Danmerkur.

Dönsk ávaxtaterta með þeyttum rjóma
Marsipanbotn með kransakökukanti, vanillukremi, ávöxtum og lyngele
Þessi danska ávaxtaterta er klassíker í sætabrauðs heimi, en ég lærði í Danaveldi að bera hana fram að sumarlagi með sýrðum rjóma og þessi útgáfa þeirra í Lækjargötunni sveik ekki málstaðinn.
Ég ræddi við þjóninn um uxabrjóstið og sagði hann mér að þetta væri innralæri þar sem það gengi svo erfiðlega að fá uxabrjóst svo kyndugt sem það er.
Þarna er ávallt faglærðir þjónar með margra ára reynslu og er ég viss um að það sé ein af ástæðunum sem gera hann eins vinsælan og hann er og lifðu þeir alveg upp til þeirra krafna.
Það var ekki laust við að maður héldi út í iðu borgarinnar hugsandi á dönsku það ánægður var ég.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya









