Sverrir Halldórsson
Jólaplatti Hafnarinnar | „..mjög snyrtilega sett upp og girnilegt“
Eitt hádegið ákvað ég að kíkja á Höfnina og smakka á jólaplattanum þeirra. Var vísað til sætis og pantaði ég malt og appelsín ásamt áðurnefndum platta, svo kom drykkurinn og stuttu síðar volgt brauð með smjöri og nartaði maður í það meðan beðið var eftir aðaldæminu og svo skeði það, plattinn kom á borðið.
Hann er eins og lítið trébretti og á brettinu var:
Jólasíld, rúgbrauð, heimalagaður graflax, bleikja, fennel, sveitapaté, eplasalat, kalkúnabringa, rúsínusósa og hangikjöt í tartalettu
Þetta var mjög snyrtilega sett upp og girnilegt að sjá og eftir því sem ég vann mig í gegnum plattann þess stærra og breiðara varð brosið hjá mér og niðurstaðan var mjög gott.
Þetta er sniðugur valmöguleiki sem sífellt fleiri veitingastaðir bjóða upp á sem valkost í Jólamánuðinum, það kannski hentar ekki alltaf stórt hlaðborð með mörgum réttum og þá er þetta ein af þeim lausnum sem í boði er.
Hvernig væri að einhverjir staðir byðu nú uppá þorraplatta á næstu þorravertíð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður