Sverrir Halldórsson
Jólaborgarinn á American style | „Þetta var flottur hádegisverður…“
Hann er kynntur undir slagorðinu „XMAS STYLE“ og innihald hans er Appelsínu– & smjörlegin kalkúnabringa með lambasalati, eplum og sultuðum rauðlauk, borin fram með frönskum kartöflum og gosi.
Ég fór á stúfana og skellti mér inn á Stylerinn og pantaði mér eitt stk. „XMAS STYLE“. Meðan ég var að panta hann var mér starsýnt á glæran kassa á miðju borðinu og spurði hvað þetta væri, þetta er svona kaka sem er hjúpuð á ýmsa vegu, „ok, ég tek einn með lakkrískurli og fæ mér sæti“.
Svo kom borgarinn á borðið og vá hvað hann var góður, þetta var bara skorinn bringa, mjög safarík og meðlætið milt og féll vel að bragði fuglsins, frönsku kartöflurnar finnst mér alltaf góðar þar, en frekar hefði ég viljað sjá sætfranskar þarna með og kannski kemur það seinna.
Svo var komið að pinnanum og var svona skemmtilegur endir, smá sætt í endinn en það er bakaríið Passion í Álfheimum sem býr þá til.
Þetta var flottur hádegisverður og hélt maður áfram út í amstur dagsins vel nærður.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta