Vín, drykkir og keppni
Jólabjórinn á næsta leiti
Sala hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 31. október. Áhugi fyrir jólabjórnum er alla jafna mikill og viðskiptavinir áhugasamir um vöruúrvalið, en í ár hafa borist um 110 umsóknir til sölu á jólavörum sem er nokkuð sambærilegt við undanfarin ár.
Eins og áður eru klassískir lager jólabjórar frá stærri framleiðendunum mest áberandi í bland við tilraunakenndari vörur, þar sem verið er að leika sér aðeins meira með krydd og bragð. Einnig er gert ráð fyrir að aðrar hefðbundnar jólavörur verði í boði.
Í vefbúð Vínbúðarinnar má á hverjum tíma sjá lista yfir þær tegundir sem áætlað er að verði í sölu, en listinn er síbreytilegur fram að sölubyrjun þar sem skráning vara er enn í fullum gangi.
Dreifing tegunda er misjöfn eftir Vínbúðum, en þegar sala hefst er hægt að sjá hvar viðkomandi vara fæst með því að smella á heiti vörunnar. Einnig verður hægt að nálgast flestar jólavörurnar í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð, án sendingarkostnaðar. Úrvalið er því það sama um allt land.
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000