Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jólabjórar Mikkeller og To Øl opinberaðir í dag
Mikkeller & Friends Reykjavík blæs til stórveislu í dag föstudaginn 6. nóvember þar sem jólabjórar Mikkeller og To Øl verða opinberaðir. Alls verða níu jólabjórar á krana og gefst áhugafólki tækifæri að smakka helstu jólabjóra Mikkeller og To Øl í ár.
Jólabjórarnir frá Mikkeller hafa verið gríðarlega vinsælir undanfarin ár og nú í fyrsta skipti eru þeir allir fáanlegir á sama tíma á krana í Reykjavík. Þar má helst nefna Hoppy Christmas, Red/White, Santas Little Helper og Koníakslegin Til Via Fra Porter.
Takmarkað framboð er af bjórnum og er því um að gera að mæta snemma. Mikkeller & Friends Reykjavík er til húsa að Hverfisgötu 12 og opnar hann á hádegi.
Myndir: Mikael Axelsson / Mikkeller & Friends Reykjavík

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur