Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jólabjórar Mikkeller og To Øl opinberaðir í dag
Mikkeller & Friends Reykjavík blæs til stórveislu í dag föstudaginn 6. nóvember þar sem jólabjórar Mikkeller og To Øl verða opinberaðir. Alls verða níu jólabjórar á krana og gefst áhugafólki tækifæri að smakka helstu jólabjóra Mikkeller og To Øl í ár.
Jólabjórarnir frá Mikkeller hafa verið gríðarlega vinsælir undanfarin ár og nú í fyrsta skipti eru þeir allir fáanlegir á sama tíma á krana í Reykjavík. Þar má helst nefna Hoppy Christmas, Red/White, Santas Little Helper og Koníakslegin Til Via Fra Porter.
Takmarkað framboð er af bjórnum og er því um að gera að mæta snemma. Mikkeller & Friends Reykjavík er til húsa að Hverfisgötu 12 og opnar hann á hádegi.
Myndir: Mikael Axelsson / Mikkeller & Friends Reykjavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







