Freisting
Jói Fel er bakari, ekki kokkur
Það eru ófáar kveðjurnar sem Jói Fel „kokkur“ fær hjá málverjum á spjallsíðunni Malefnin.com en þar er rætt um vinnuaðferðir Jóa „kokk okkar allra landsmanna“ þar sem hann… „sést aldrei skola grænmeti eða annað slíkt ósoðið hráefni og er svo alltaf með berar hendurnar í öllu og klappar matnum eins og gæludýrum án þess að sýna tilburði til að þrífa hendurnar. Þá stingur hann fingri í kaldar sósur (t.d. áðan) til að smakka – og þvílíkt sem hann notar af olíum, ostum og sykri. Það er hreinlega var hægt að hafa mat óhollari, feitari og sætari en Jói Fel hefur hann“ segir málverji að nafni Besti vinur aðal.
Jói Fel segir að þarna sé vísað til þess að hann hafi verið að fylla kjúklinginn með grænmetinu. „Þá skiptir nú ekki máli hvort maður er með skítuga puttana. Það sem þetta fólk skilur ekki er að þátturinn er tekinn upp á mörgum klukkutímum. Ég þvæ mér ótaloft um hendurnar meðan á tökum stendur. En við erum ekki að sýna það í sjónvarpi þegar ég þvæ mér um hendurnar“
Málverjinn Hrafnkell Daniels segir:
Það er sem sagt stórhættulegt að heimilsfaðirinn eða móðirn eldi ofan í familíuna þar sem viðkomandi er ekki lærður kokkur, (Jói Fel er bakari, ekki kokkur), þar sem það er stórhætta á að öll familían geti hreinlega drepist úr matareitrun.
Fáum bara lærða kokka til að elda ofan í allar fjölskyldur í landinu. Það ætti þá að koma í veg fyrir vandræði.
Umræðan líkur síðan 29 okt. með innleggi FU2:
„Annars er þessi þáttur óspennandi, ógirnilegur og af hverju í ósköpunum er bakari með matreiðsluþátt? Þetta hlýtur að fara í taugarnar á kokkum hérna.
Þekki nokkra fagkokka og þeir veina úr hlátri í hvert skifti sem minst er á Jóa Gel. Bókafstaflega veina úr hlátri.“
Hægt er að lesa umræðuna í heild sinni hér
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





