Food & fun
John Mooney – Steikhhúsið
John Mooney gestakokkur Steikhússins er frá New York og eigandi veitingstaðarins Bell Book and Candle Restaurant sem staðsettur er í Greenwich village, Manhattan. Viðkunnalegur náungi og ekki alveg ókunnur Food and fun en þetta er hans þriðja heimsókn, hann var mjög spenntur fyrir að heimsækja Steikhúsið og sérstaklega ánægður með kolaofninn hjá þeim, enda bragð og áferð á kjöti engu lík sem þessi undragræja skilar í keyrslu.
Veitingahúsið hans hefur fangað athygli fjölmiðla, en á þakinu ræktar hann sitt eigið grænmeti í sjálfbærum þakgarði í miðri stórborginni, flott pæling og eitthvað sem væri gaman að prufa næst þegar maður heimsækir Stóra Eplið.
Chef Mooney fullyrðir að garðurinn hans gefi af sér nægjanlegt af grænmeti fyrir alla gesti veitingastaðarins, amk 10 mánuði ársins, en veitingaastaðurinn tekur 80 gesti í sæti og er sá eini sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Garðurinn er algjörlega laus við mold og óhreinindi sem henni fylgja, en grænmetið er ræktað í vatni og þar af laust við sýkingar og óværu sem oft fylgir ræktun í mold.
Eldhúsið hans er með áherslu á nútíma matreiðslu og bragð og það skilaði sér í matnum sem þessi Manhattan cheffi bar fram.
Fyrst var okkur boðið uppá Food & Fun kokkteil staðarins, nefndan eftir Mr Mooney:
Þessi var hrikalegur, ferskur og þéttpakkaður af vodka, skemmtileg byrjun
Hot n´sweet, mjúkur túnfiskur, ferskar kryddjurtir og smá hiti frá chilli, skemmtileg opnun á matseðli, mild ólífuolía og sýra saumaði bragðið saman
Svínasíða á 3 vegu; Pælkuð, ofnbökuð og steikt, fennel og klettasalatið stökkur og velkryddaður réttur, flottur milliréttur
NY steik eins og hún á að vera, meyrt kjötið, fullkominn eldun, hiti frá pipar mildaðist með Bidwell sósunni hans Mr Mooney, sem inniheldur ma. Epli, cider, soð, appelsínur, súr sæt útkoma sem átti alveg samleið með steikinni, grófar og velkryddaðar kartöflur og gráðaosturinn límdi saman réttinn, fantagóður!
Karamelluseraðar fíkjur og möndlurnar, mjúkur brauðbúðingur, mynta í enska kreminu létti réttinn, ekki kannski fallegasti eftirréttur en bragðið bætti það upp að öllu leyti
/Matthías & frú
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Nemendur & nemakeppni16 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast