Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann Ingi kominn heim til Íslands | Byrjaður að starfa á Verbúð 11
Jóhann Ingi Reynisson er kominn heim til Íslands eftir að hafa starfað 7 ár erlendis og nú síðast sem yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu og starfaði þar í tæp 5 ár, en hótelið er eitt stærsta ráðstefnuhótel í Noregi.
Jóhann lærði fræðin sín á Matarlyst í Keflavík og kláraði samninginn í Bláa Lóninu og útskrifaðist árið 2006 og er núna búinn að skrá sig í meistaraskólann. Jóhann hefur starfað á Bláa lóninu, Qulity Hotel Alexandra og eins áður sagði yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu í Noregi.
Jóhann hefur ráðið sig sem aðstoðaryfirmatreiðslumaður á nýja veitingastaðnum Verbúð 11 sem opnaði í febrúar s.l.
Þetta var orðið gott, við fjölskyldan erum búin að vera erlendis í 7 ár og börnin farinn að vaxa, dóttir okkar verður 12 ára í ár, þannig að það var núna eða næsta ár til að flytja heim eða aldrei.
Einnig er búið að vera miklar breytingar á Rica keðjunni síðan febrúar 2014, þ.e. þegar Scandic keypti allt saman og var stefna þeirra ekki sú sama og ég hafði, þar sem öll hótel áttu að notast við 50 % af matseðlum frá höfuðskrifstofunni, ásamt öðrum hlutum.
Sagði Jóhann í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um ástæðuna að koma heim til Íslands.
Þannig að ég tók þá ákvörðun að flytja heim þegar Gunnar Ingi yfirmatreiðslumaður hjá Verbúð hringdi í mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að fara koma heim og hvort ég hefði áhuga á og byrja vinna hjá honum sem souschef. Eftir að hafa talað við þá og stefnuna var erfitt að segja nei við þessu tækifæri enda flottur staður á skemmtilegum stað þar sem mikil uppbygging er í gangi.
Mynd: af instagram síðu Verbúð 11.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný