Markaðurinn
Jim Beam Kokteilakeppnin 2016
![Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/12/F57A9090-Sigrun-4-sæti-Svavar-Helgi-2-sæti-Heiðar-3-sæti-Leó-ólafsson-1æti-1024x683.jpg)
Úrslit í Jim Beam kokteilakeppninni í fyrra.
F.v. Sigrún Guðmundsdóttir 4. sæti – Svavar Helgi Ernuson 2. sæti – Heiðar Árnason 3. sæti – Leó ólafsson 1. sæti
Haugen Gruppen og Barþjónaklúbbur Íslands standa fyrir hinni árlegu kokteilakeppni Jim Beam. Þetta árið er þemað klassískir amerískir kokteilar. Drykkurinn skal innihalda að lágmarki 3cl af einni eða fleiri Jim Beam vörum.
Opið er fyrir umsóknir til og með 6. nóvember.
Keppendur þurfa að skila eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn á drykk
- Uppskrift
- Aðferð
- Mynd(ir) af drykk
- Hugmynd að baki drykk
- Nafn, símanúmer, email og vinnustaður
Umsóknir skulu sendar á [email protected]
Nánari upplýsingar um keppnina hér.
Þann 16. nóvember verður svo tilkynnt um þá 12 drykki sem keppa til úrslita á B5, miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Dómnefnd samanstendur af aðilum frá Barþjónaklúbbi Íslands, Reykjavík Cocktail Club og fagmönnum í bransanum.
Verðlaunin í ár eru ekki af verri endanum. Sigurvegarinn hlýtur að launum ferð á Berlin Bar Convent 2017 og aðgang að lokuðum Jim Beam viðburðum.
Með fylgja myndir frá Jim Beam kokteilakeppninni í fyrra.
- 1 sæti – Leó Ólafsson
- Leó Ólafsson með Jim Beam Whiskey Sour bikarinn
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit