Freisting
Jeff Tunks og Cajun eldamennskan
Hver er Jeff Tunks, hann lærði sin fræði í CIA, (Culinary Institut of America ) og við útskrift hlaut hann hin virtu verðlaun Frances L .Roth fyrir framúrskarandi frammistöðu.
Hann hefur unnið á stöðum eins og Veranda Club í Atalanta og Mansion on Turtle Creek í Dallas, þar sem hann starfaði með Takashi Shirmaizu matreiðslumeistara sem hafði mikil áhrif á stefnu hans í matargerð. Hann var útnefndur Matreiðslumaður Ársins ( Chef of the Year) af samtökum veitingastaða í Washingtonborgar. Í dag rekur Jeff 4 veitingastaði í borginni sem allir njóta mikillar hylli.
Hvað er Cajun eldamennska, hana má rekja til Acadians manna fransk ættaðara sem höfðu verið reknir í burtu frá Nova Scotia árið 1754 og leituðu sumir þeirra suður til Louisiana og festu rætur meðfram ánni Misisippi, og telst það upphafssvæði Cajun eldamennskunnar í dag og sagði Jeff að þetta væri í raun eina eldunaraðferð sem væri orginal enn í USA.
Sá sem er þekktastur fyrir Cajun eldamennsku er hinn frjálslega vaxni Poul Prudhomme .
Jeff fór í gegnum sögu Cajun eldamennskunnar samtímis sem hann sýndi hvernig á að elda samkvæmt henni og útbjó 2 rétti til smökkunar fyrir gesti og var ekki annað að skilja á mönnum að þeim þótti maturinn bragðgóður. Meðal þess sem Jeff sagði að væri grunnatriði í Cajun eldamennsku væri dökkur hveitiþykkir þar sem olia, hveiti, selleri, lauk og grænni Papriku eldað við vægan hita þar til það er orðið dökkt eftir fyrirfram ákveðnu plani, og sagði hann að eftir því sem hveitiþykkir er dekkri þá þykkir hann minna.
Dreifði Jeff blöðum með sögu Cajun og uppskriftum sem menn gætu prófað sig áfram með, að fyrirlestrinum lokið.
Má segja að þó það hafi þurft að seinka fyrirlestrinum um sólarhring ,þá var mæting nokkuð góð. Og má geta þess að fleiri svona fyrirlestrar eru í farvatninu hjá Sæmundi Fróða .
Fyrirlestur Jeff Tunks á vegum Sæmundar Fróða í samvinnu við Food and Fun um Cajun eldamennsku.
Haldið Fimmtudaginn 22 Febrúar í Hótel og Matvælaskólanum í Kópavogi.
SH
Aðsent efni
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla