Matthías Þórarinsson
Ívar hefur hafið störf í söludeild Garra
Ívar Unnsteinsson matreiðslumeistari hefur hafið störf í söludeild Garra ehf. Ívar er af góðu kunnur fyrir störf sín í veitingageiranum, það var árið 2001 sem hann byrjaði að læra fræðin sín á Apótekinu sem var og hét og útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2005. Sama ár starfaði hann á virtum veitingastöðum í Finnlandi og Bandaríkjunum.
Í framhaldi af því starfaði hann á Sjávarkjallaranum og svo á Fiskmarkaðnum þar sem hann gengdi stöðu vaktstjóra og svo yfirmatreiðslumanns. Ívar hefur frá byrjun ferils síns heillast af japanskri matargerð og hefur hann ferðast víða til að afla sér þekkingar í þeirri matreiðslu og má m.a. nefna að hann starfaði á einum þekktasta veitingastað í London árið 2007, nobu. Ívar lauk meistaranámi í matreiðslu árið 2011.
Undanfarin 3 ár hefur Ívar starfað í Adesso í Smáralind.
Mynd: Matthías

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta