Markaðurinn
ISS Veitingasvið hóf nýlega rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti
ISS Veitingasvið hóf á föstudaginn s.l. rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti. Rekstur kaffihússins var boðin út á vegum Reykjavíkurborgar í janúar en ISS veitingasvið átti hagstæðasta boð í reksturinn.
Veitingasvið ISS rekur stórt miðlægt eldhús í Vatnagörðum þar sem eldaður er hádegismatur fyrir fjölda fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess rekur veitingasvið ISS veitingaþjónustu í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Kaffihúsið í Gerðubergi mun bjóða upp á alvöru kaffihúsa stemmingu með kaffi, kökum, smáréttum og öðrum léttum veitingum. Hápunkturinn verður þó heitur og kjarngóður matur í hádeginu.
Í Menningarhúsinu Gerðubergi er rekin fjölbreytt starfssemi, s.s. útleiga á fundarsölum, félagsstarfssemi, myndlistar- og handverkssýningar og bókasafn. Um 160.000 manns heimsækja Menningarmiðstöðina í Gerðubergi á ári, og vonar veitingasvið ISS að kaffihúsið muni setja nýjan blæ á húsið og auka þjónustustig til viðskiptavina.
Opnunartími kaffihússins verður alla virka daga frá 8-18 og um helgar frá 13–16.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







