Markaðurinn
ISS Veitingasvið hóf nýlega rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti
ISS Veitingasvið hóf á föstudaginn s.l. rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti. Rekstur kaffihússins var boðin út á vegum Reykjavíkurborgar í janúar en ISS veitingasvið átti hagstæðasta boð í reksturinn.
Veitingasvið ISS rekur stórt miðlægt eldhús í Vatnagörðum þar sem eldaður er hádegismatur fyrir fjölda fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess rekur veitingasvið ISS veitingaþjónustu í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Kaffihúsið í Gerðubergi mun bjóða upp á alvöru kaffihúsa stemmingu með kaffi, kökum, smáréttum og öðrum léttum veitingum. Hápunkturinn verður þó heitur og kjarngóður matur í hádeginu.
Í Menningarhúsinu Gerðubergi er rekin fjölbreytt starfssemi, s.s. útleiga á fundarsölum, félagsstarfssemi, myndlistar- og handverkssýningar og bókasafn. Um 160.000 manns heimsækja Menningarmiðstöðina í Gerðubergi á ári, og vonar veitingasvið ISS að kaffihúsið muni setja nýjan blæ á húsið og auka þjónustustig til viðskiptavina.
Opnunartími kaffihússins verður alla virka daga frá 8-18 og um helgar frá 13–16.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi