Markaðurinn
ISS Veitingasvið hóf nýlega rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti
ISS Veitingasvið hóf á föstudaginn s.l. rekstur kaffihúss í Menningarmiðstöð Gerðubergs í Breiðholti. Rekstur kaffihússins var boðin út á vegum Reykjavíkurborgar í janúar en ISS veitingasvið átti hagstæðasta boð í reksturinn.
Veitingasvið ISS rekur stórt miðlægt eldhús í Vatnagörðum þar sem eldaður er hádegismatur fyrir fjölda fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess rekur veitingasvið ISS veitingaþjónustu í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Kaffihúsið í Gerðubergi mun bjóða upp á alvöru kaffihúsa stemmingu með kaffi, kökum, smáréttum og öðrum léttum veitingum. Hápunkturinn verður þó heitur og kjarngóður matur í hádeginu.
Í Menningarhúsinu Gerðubergi er rekin fjölbreytt starfssemi, s.s. útleiga á fundarsölum, félagsstarfssemi, myndlistar- og handverkssýningar og bókasafn. Um 160.000 manns heimsækja Menningarmiðstöðina í Gerðubergi á ári, og vonar veitingasvið ISS að kaffihúsið muni setja nýjan blæ á húsið og auka þjónustustig til viðskiptavina.
Opnunartími kaffihússins verður alla virka daga frá 8-18 og um helgar frá 13–16.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta