Freisting
Íslenskur veitingastaður á listanum Condé Nast Traveler Hot List Tables 2008
Aðilar frá Condé Nest heimsóttu yfir 32 lönd og heimsóttu á annað hundrað staða í sinni yfirferð og borðaðar voru nokkur hundruð máltíðir. Á endanum náðu 105 staðir inn á listann.
Sá staður á Íslandi sem hlaut þann heiður að fara á listann er Fiskmarkaðurinn (The Fish Market www.fiskmarkadurinn.is ) eldhúsið leiðir Hrefna Rós Sætran yfirmatreiðslumaður og eigandi.
Við á Freistingu óskum Fiskmarkaðsmönnum til hamingju með árangurinn og er hann enn ein skrautfjöður í hatt matargerðar á Íslandi.
Þetta er í þriðja sinn sem íslenskur staður ratar inn á þennan lista en árið 2004 var Sjávarkjallarinn á listanum og 2007 var Silfur á þessum sama lista, þannig að landið er á kortinu hjá þessum aðilum og til að toppa þetta þá er Texture ( www.texture-restaurant.co.uk ) hjá Agnari Sverrissyni einnig á listanum og færum við honum okkar hamingjuóskir í tilefni þess.
Listann er hægt að skoða á www.concierge.com
Uppfært: Leiðrétting á frétt

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar