Vertu memm

Uncategorized

Íslenskur handverksbjór framleiddur í Þýskalandi

Birting:

þann


Nordlicht die original island-bar

Þau hjónin Axel Örlygsson og Þórdís Wiencke fluttu til Þýskalands fyrir nokkrum árum og ákváðu að kaupa gamalt hús og hlöðu í litlum bæ ca. 2 tíma austur af Frankfurt, í héraði sem kallað er “Franska Swiss”, sem þau breyttu í skemmtilegann bar sem var gefið nafnið Nordlicht og eins er á stefnuskránni að bæta við litlu hóteli síðar meir.

Á sínum tíma þótti þetta brjáluð hugmynd hjá þeim, en í dag er þetta að ganga upp þar sem bæjarbúar tóku þeim opnum örmum og hafa haldið tryggð við þau bæði í uppbyggingu og eftir að þau opnuðu staðinn.  Gott dæmi um brjálaða íslendinga sem fara út í heim og láta drauminn rætast.

Nú hafa þau látið framleiða bjór undir þeirra nafni sem ber nafnið Nordlicht Lager og hafa sent fyrstu sendinguna til landsins sem nokkrir aðilar hafa hafið sölu á bjórnum sem dæmi, Hótel Reykjavík, Hótel Centrum og Hótel 101 svo eitthvað sé nefnt.

Nordlicht Lager er handbruggaður í litlu brugghúsi í Bayern, Þýskalandi þar sem sama fjölskyldan er búinn að vera starfandi síðan 1906, eða rétt yfir hundrað ár. Hjá Reichold er Nordlicht Lager bruggaður fyrir íslenska bragðlauka. Hér er ekki á ferðinni iðnaðarbjór heldur eðal handverksdrykkur sem er bruggaður eftir aldagamalli hefð.

Þeir sem vilja forvitnast meira um íslenska handverksbjórinn eru bent á að hafa samband við Axel Örlygsson á netfangið [email protected] eða fax: 0049 9274 909 567

 

Auglýsingapláss

[email protected]

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið