Uncategorized
Íslenskur handverksbjór framleiddur í Þýskalandi
Nordlicht die original island-bar
Þau hjónin Axel Örlygsson og Þórdís Wiencke fluttu til Þýskalands fyrir nokkrum árum og ákváðu að kaupa gamalt hús og hlöðu í litlum bæ ca. 2 tíma austur af Frankfurt, í héraði sem kallað er Franska Swiss, sem þau breyttu í skemmtilegann bar sem var gefið nafnið Nordlicht og eins er á stefnuskránni að bæta við litlu hóteli síðar meir.
Á sínum tíma þótti þetta brjáluð hugmynd hjá þeim, en í dag er þetta að ganga upp þar sem bæjarbúar tóku þeim opnum örmum og hafa haldið tryggð við þau bæði í uppbyggingu og eftir að þau opnuðu staðinn. Gott dæmi um brjálaða íslendinga sem fara út í heim og láta drauminn rætast.
Nú hafa þau látið framleiða bjór undir þeirra nafni sem ber nafnið Nordlicht Lager og hafa sent fyrstu sendinguna til landsins sem nokkrir aðilar hafa hafið sölu á bjórnum sem dæmi, Hótel Reykjavík, Hótel Centrum og Hótel 101 svo eitthvað sé nefnt.
Nordlicht Lager er handbruggaður í litlu brugghúsi í Bayern, Þýskalandi þar sem sama fjölskyldan er búinn að vera starfandi síðan 1906, eða rétt yfir hundrað ár. Hjá Reichold er Nordlicht Lager bruggaður fyrir íslenska bragðlauka. Hér er ekki á ferðinni iðnaðarbjór heldur eðal handverksdrykkur sem er bruggaður eftir aldagamalli hefð.
Þeir sem vilja forvitnast meira um íslenska handverksbjórinn eru bent á að hafa samband við Axel Örlygsson á netfangið [email protected] eða fax: 0049 9274 909 567
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan