Freisting
Íslensku mjólkurvörurnar strand í Stokkhólmi
|
Hin árlega mjólkurvörusýning í Herning í Danmörku stendur nú yfir. Fulltrúar íslenska mjólkuriðnaðarins hafa annað hvert ár farið á sýninguna og tekið þátt í margskonar keppnum við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum.
Í ár lék lánið síður en svo við íslensku keppendurnar því allar íslensku mjólkurvörurnar voru stoppaðar í sænska tollinum og náðu því ekki til keppni á tilsettum tíma. Skýringin er sú að Íslendingarnir sendu vörur sínar með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð en þar átti önnur vél að taka við vörunum og ferja til Herning í Danmörku. Í Svíþjóð voru tollayfirvöld hins vegar ekki á þeim buxunum að hleypa tæplega 200 íslenskum mjólkurvörutegundum áfram til Danaveldis.
Bændablaðsvefurinn hafði samband við Magnús Ólafsson aðstoðarforstjóra hjá MS sem er staddur úti á sýningunni. Hann sagði þetta mikil vonbrigði fyrir íslensku keppendurna: Það á eftir að fara ofan í saumana á því hvað gerðist. Við sendum yfir 200 sýnishorn af stað í síðustu viku sem áttu að vera hér úti fyrir helgi. Það var valið að senda ostana með fraktflugi til Svíþjóðar í stað almennrar vélar til Kaupmannahafnar eins og við gerðum árið 2005. Þá reyndar skemmdist hluti af ostunum og því var þessi flutningsleið valin en Flugleiðir bjóða ekki upp á fraktflug til Kaupmannahafnar, sagði Magnús Ólafsson en um 20 starfsmenn fyrirtækisins eru á sýningunni.
Ostarnir áttu aldrei að fara inn í Svíþjóð og gegnum toll þar heldur átti að fljúga áfram með þá til Danmerkur eftir millilendingu. Við höfum ekki fengið nákvæma skýringu á því af hverju þetta gekk svona fyrir sig en þar sem við erum fyrir utan Efnahagsbandalagið þarf að upprunamerkja vörur sem við vorum í raun búin að gera en það voru einhverjir fleiri skilmálar sem við eigum eftir að fá á hreint. Það er búið að fara fram gríðarlegur undirbúningur og við vorum hér með dómara og annað. En við ætlum að sofa á þessu og fara yfir málið en þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir okkur, sagði Magnús.
Sven Ålborg aðalritari Scandinavian Dairy Contest kvaðst afar leiður yfir því að sumar vörurnar hefðu ekki náð á sýninguna í tíma: Það var afar óheppilegt hvernig fór fyrir Íslendingum sem iðulega hafa staðið sig glimrandi vel á Mjólkursýningunni í Herning, sagði hann í viðtali við fréttavef Mejeriforeningen. Alls voru 1.734 vörur skráðar til keppni.
Það var vefmiðill Bændablaðsins sem greindi frá.
Mynd: bbl.is | [email protected]

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí