Markaðurinn
Íslenskt lambakjöt orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi
Sameiginleg nefnd fríverslunarsamnings EES EFTA-ríkjanna við Bretland samþykkti í vikunni gagnkvæma viðurkenningu á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands. Íslenskt lambakjöt er þar með orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi sem þýðir að hægt verður að vísa sérstaklega til íslensks uppruna vörunnar þegar kjötið er selt á breskum markaði.
Fríverslunarsamningurinn við Bretland er einn umfangsmesti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands, en árlegur fundur sameiginlegrar nefndar samningsaðila fór fram í Lundúnum í gær. Nefndin fjallaði sömuleiðis um gagnkvæma viðurkenningu starfsréttinda, nýtingu tollfríðinda undir samningnum og framfylgd ákvæðis um gagnareiki milli landanna.
Fríverslunarsamningi EES EFTA-ríkjanna, það er Íslands, Lichtenstein og Noregs, við Bretland hefur verið beitt frá árinu 2022 og miðar að því að tryggja náin viðskiptatengsl samningsaðila í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, en Bretland er meðal stærstu viðskiptalanda Íslands. Fulltrúar landanna frá ýmsum fagráðuneytum og stofnunum vinna þétt saman árið um kring við að tryggja að samningurinn virki eins og honum er ætlað að gera fyrir almenning og fyrirtæki.
Meðal ráðuneyta og stofnana sem koma að samstarfinu fyrir Íslands hönd eru utanríkisráðuneytið, matvælaráðuneytið, fjármálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, innviðaráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, MAST og Skatturinn.
Fyrir hönd utanríkisráðuneytisins sóttu fundinn Bylgja Árnadóttir af viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins og Jóhanna Jónsdóttir varamaður sendiherra Íslands í London.
Hægt er að nálgast samninginn hér.
Mynd: stjornarradid.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni21 klukkustund síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati