Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Íslensk matreiðslukeppni út í miðju ballarhafi

Birting:

þann

Masterchef Ilivileq - Stýrimannsvaktin

Stýrimannsvaktin – Ánægðir með matinn hjá sér

Nú á dögunum var haldin skemmtileg matreiðslukeppni um borð í bátnum Ilivileq (gamla Skálabergið) í eigu Artic Prime Fishers sem nú er á grálúðuveiðum. Það var Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari sem hafði veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd keppninnar.

Keppnin sem að Kristinn skírði Masterchef Ilivileq var með leyndarkörfu (Mistery basket) fyrirkomulagi og voru tvö lið sem kepptu, Stýrimannsvaktin og Bátsmannsvaktin.

Masterchef Ilivileq - Stýrimannsvaktin

Leyndarkarfan skoðuð

Stýrimannsvaktin keppti fyrri daginn og úr leyndarkörfunni kom folaldavöðvar, hvítkál, sætar kartöflur, sveppir, laukur, tómatar, timian og steinselja sem þurfti að vera í keppnisréttinum. Höfðu þeir 90 mínútur til að elda fyrir 28 manns eða alla áhöfnina ásamt að skila disk til dómara sem var að sjálfsögðu Kristinn.

Á seinni deginum keppti svo Bátsmannsvaktin og hjá þeim voru nautasneiðar, kartöflur, gulrætur, laukur, tómatar, graslaukur, sellery, hvítlaukur, paprika og steinselja sem þurftir að vera í réttinum. Höfðu þeir 90 mínútur líkt og Stýrimannsvaktin að elda fyrir 28 manns eða alla áhöfnina ásamt að skila disk til dómara.

Úrslit:

Úrslitin urðu að Bátsmannsvaktin sigraði með 83 stigum á móti 74 stigum Stýrimannavaktarinnar.

Sigurvegarnir fengu að launum að velja daginn fyrir jólahlaðborðið sem var á boðstólnum á föstudaginn 20. nóvember s.l. um borð í Ilivileq, ásamt því að fá bjór- og kók-kassa í verðlaun og einnig fengu bæði liðin viðurkenningarskjal.

Jólahlaðborðið

Til gamans þá birtum við hér myndir af Jólahlaðborðinu. Boðið var uppá fordrykk, 8 forrétti, 4 aðalrétti og 2 eftirrétti ásamt meðlæti.

Jólahlaðborð Ilivileq

Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari

Jólahlaðborð Ilivileq

Áhöfn Ilivileq ánægð með jólahlaðborðið

Dómgæsla og útskýringar

Hér fyrir neðan má sjá nánari útskýringu frá dómara á Masterchef Ilivileq keppninni.

Stýrimannsvaktin og myndir frá keppnisdegi þeirra

Masterchef Ilivileq - Stýrimannsvaktin

Stýrimannsvaktin – Keppendur ásamt dómara

Masterchef Ilivileq - Stýrimannsvaktin

Stýrimannsvaktin – Dómaradiskur

  • Eldhús 10 % (umgengni, vinnubrögð og nýting) 9 = 9%
  • Framsetning,tímamörk 20 % (Rétt hlutföll hráefnis, rétt tímamörk) 8= 16%
  • Notkun hráefnis og frumlegheit/sköpun 20 % 7=14%
  • Bragð 50% (bragð og samsetning bragðs, hitastig) 7=35%
  • Samtals: 74%

Athugasemdir frá dómara:

  • Kjötið of mikið eldað, var of mikill hiti á ofninum fyrst, mikill mínus að skera það strax eftir eldun, þarf að hvíla alveg 10-15 mínútur, vantaði smá krydd eftir eldun.
  • Kartöflunar voru með of mikið rósmarín, er svo bragðmikið krydd, hefði frekar notað timian sem mildara, skurðurinn jafn og góður, vantaði smá salt.
  • Sósan mjög bragðgóð og heppnaðist best af því sem var á disknum.
  • Sveppirnir og laukurinn, mjög bragðgóðir með góðu steikar/kjötbragð.
  • Salatið fínt.
  • Fínt skipulag, hreinlæti ágætt fyrir utan að vera með skurðarbrettið í uppvaskinu þar sem óhreint er, plús fyrir að taka frá ónýtu kartöflurnar sem voru vísviljandi settar í leyndarkörfuna.
  • Hefði viljað fá eitthvað aðeins út fyrir kassann, tóku þetta eins öruggt og þið gátuð. En annars ágætt hjá ykkur.

Bátsmannsvakt og myndir frá keppnisdegi þeirra

Masterchef Ilivileq - Bátsmannsvaktin

Sigurvegararnir – Bátsmannsvaktin

Masterchef Ilivileq - Bátsmannsvaktin

Bátsmannsvaktin – Dómaradiskur

Masterchef Ilivileq - Bátsmannsvaktin

Bátsmannsvaktin mútaði dómara með þessum ísrétti

  • Eldhús 10 % (umgengni, vinnubrögð og nýting) 9 = 9%
  • Framsetning,tímamörk 20 % (Rétt hlutföll hráefnis, rétt tímamörk) 9= 18%
  • Notkun hráefnis og frumlegheit/sköpun20% 8=16%
  • Bragð 50% (bragð og samsetning bragðs, hitastig) 8=40%
  • Samtals: 83%

Athugasemdir frá dómara:

  • Var flott eldun á kjötinu, en var því miður of kalt.
  • Kartöflunar voru bragðgóðar og góð eldun.
  • Sósan mjög bragðgóð, flott þykktin á henni og ekki of þung, eins og ostasósur verða oft.
  • Salatið var mjög gott og fallegur skurður, allt skorið mjög smátt, hefði samt viljað hafa það sér á disknum.
  • Gott skipulag og hreinlæti mjög gott. Plús fyrir að ganga frá kaffinu fram í sal. Og einnig plús fyrir að bjóða uppá ís.
  • Pannan var alltof heit þegar byrjað var að steikja kjötið og vantaði áhöld í ísinn.

Myndir: Kristinn Frímann Jakobsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið