Freisting
Íslensk kúskel talin elsta dýr jarðar
Kúskel sem fannst við Íslandsstrendur er talin langlífasta dýr jarðarinnar. Talið er að hún hafi orðið 405 til 410 ára gömul. Vísindamenn við Bangor háskólann í Wales reiknuðu út aldur skeljarinnar með því að telja hringi á henni.
Fjallað er um málið á vefsíðu BBC og þar segir að kúskelin hafi gælunafnið Ming sökum aldurs síns enda klakin á tímum þess veldis í Kína. Hún var unglingur þegar Móðuharðindin geysuðu hér á landi og á miðjum aldri þegar Íslendingar fengu fyrstu stjórnarskrá sína frá Dönum.´
Samkvæmt Heimsmetabók Guiness er elsta dýr jarðar talin vera Arctica-skel sem fannst 1982 og varð 220 ára gömul. En óopinberlega var önnur kúskel sem til var á íslensku safni talin vera 374 ára gömul. Fundur vísindamannanna við Bangor háskólann er a.m.k. 31 ári eldri en sú sem hingað til hefur verið talin elsta dýrið.
Chris Richardson prófessor við Bangor háskólann segir að Ming geti hjálpað til við að finna út afhverju sumar dýrs ná óvenjuháum aldri.
Greint frá á Visir.is
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan