Freisting
Íslensk kúskel talin elsta dýr jarðar
Kúskel sem fannst við Íslandsstrendur er talin langlífasta dýr jarðarinnar. Talið er að hún hafi orðið 405 til 410 ára gömul. Vísindamenn við Bangor háskólann í Wales reiknuðu út aldur skeljarinnar með því að telja hringi á henni.
Fjallað er um málið á vefsíðu BBC og þar segir að kúskelin hafi gælunafnið Ming sökum aldurs síns enda klakin á tímum þess veldis í Kína. Hún var unglingur þegar Móðuharðindin geysuðu hér á landi og á miðjum aldri þegar Íslendingar fengu fyrstu stjórnarskrá sína frá Dönum.´
Samkvæmt Heimsmetabók Guiness er elsta dýr jarðar talin vera Arctica-skel sem fannst 1982 og varð 220 ára gömul. En óopinberlega var önnur kúskel sem til var á íslensku safni talin vera 374 ára gömul. Fundur vísindamannanna við Bangor háskólann er a.m.k. 31 ári eldri en sú sem hingað til hefur verið talin elsta dýrið.
Chris Richardson prófessor við Bangor háskólann segir að Ming geti hjálpað til við að finna út afhverju sumar dýrs ná óvenjuháum aldri.
Greint frá á Visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði