Markaðurinn
Íslensk kaldpressuð extra virgin repjuolía frá Sandhól
Ásbjörn Ólafsson hefur hafið sölu og dreifingu á þessari frábæru olíu.
Ræktun á repjuplöntunni og framleiðslan á olíunni fer fram á bænum Sandhóli í Meðallandi.
Repjufræið er pressað við lágt hitastig. Olían er unnin úr fyrstu pressun sem þýðir að hún er fyrsta flokks og öll næringarefnin haldast í olíunni.
Olían inniheldur mikið magn af omega fitusýrum (3 og 6) og er rík af E-vítamíni.
Olían hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur af fagfólki og flestir eru sammála um að það sé hnetukeimur af henni og bragðið minni einnig á lárperu og graskersfræ.
Kaldpressaða repjuolían frá Sandhól er skemmtileg viðbót við olíuflóruna og hentar sérstaklega vel í skandinavíska matargerð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar16 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun