Íslandsmót barþjóna
Íslandsmót barþjóna og „smakkstofa“ um helgina
Íslandsmeistaramót barþjóna verður haldið á Hilton Hótel Nordica 16. febrúar. Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir mótinu en klúbburinn hefur starfað í hálfa öld.
Barþjónastarfið er eitthvað sem ekki er hægt að sinna með hangandi hendi ef vel á að vera. Brennandi áhugi er ekki bara plús, það má segja að hann sé nauðsyn
, segir Tómas Kristjánsson forseti Barþjónaklúbbs Íslands. Klúbburinn varð fimmtíu ára nýverið en hann var stofnaður árið 1963 og eru meðlimir hans í dag nærri áttatíu.
Klúbburinn hefur í gegnum tíðina staðið fyrir kynningum á borð við „Vín og drykkir“ í Perlunni fyrir almenning. Þá er klúbburinn vettvangur fyrir meðlimi til að fræðast hver af öðrum
, segir Tómas og bendir á að félagar í klúbbnum hafi náð góðum árangri á alþjóðlegum stórmótum erlendis í gegnum árin.
Til dæmis varð Margrét Gunnarsdóttir heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum og Bárður Guðlaugsson heimsmeistari í þurrum drykkjum. Hreinn Hjartarson hreppti silfur árið 2012 og nú síðast fékk Guðmundur Sigtryggsson silfurverðlaun fyrir drykk sem hann skapaði
, segir Tómas.
Um helgina verður blásið til veislu
Íslandsmót barþjóna verður haldið í fimmtugasta sinn og í fyrsta skipti höldum við Reykjavík Cocktail Weekend, hanastélshelgi í henni Reykjavík. Þetta er liður í að fá fleiri gesti á þennan viðburð sem fram að þessu hefur verið aðeins of mikil „bransahátíð“
, segir Tómas glaðlega og bætir við;
Barþjónar eru félagsverur og það væri takmarkað gamanið ef engir væru gestirnir.
Tómas segir að hanastélið hafi gleymst svolítið í seinni tíð, sérstaklega eftir að bjórinn var leyfður á ný og tilbúnir blandaðir drykkir komu á flöskum.
En nú er það að koma aftur af fullum krafti
, segir hann og líkir kokteilum til klæðskerasniðin föt.
Það er jafn mikill munur á kokteilum og tilbúnum drykkjum eins og fjöldaframleiddum fötum og klæðskerasniðnum.
Tómas segir mikla og gamla speki liggja að baki kokteilum.
En raunar hávísindi líka því staðir eins og Slippbarinn og Loftið leggja mikið upp úr kokteilum þar sem kemur saman skemmtileg samsuða gamalla gilda og eðlis- og efnafræði sem skila sér í einstökum drykkjum.
Tómas er bjartsýnn á framtíð barþjóna.
Áhuginn er mikill og við stefnum á fleiri keppnir og stærri sigra. Meðal okkar er margt ungt fólk með ferskar hugmyndir auk eldri reynslubolta og öll vinnum við að því að bæta árangur, auka fagmennsku og gera lífið aðeins skemmtilegra.
Mynd: aðsend
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti