Freisting
Íslandsmeistaramót Grunnskóla Reykjavíkur í matreiðslu
Þetta byrjaði allt í Rimaskóla vorið 2004, að áeggjan Áslaugar Traustadóttur heimilisfræðikennara við áðurnefndan skóla, og hefur verið góð þátttaka alveg frá byrjun og þarna stíga framtíðar matreiðslumenn sín fyrstu spor, sem sést best á því að annar af sigurvegurum árið 2004 hann Egill, er að klára námið og útskrifast sem matreiðslumaður nú í vor.
Að sögn Áslaugar eru skólar farnir að hafa hluta af heimilisfræðinni keppni í matreiðslu og ætti fagið að styrkja svona framtak með góðum hug og þá sérstaklega nú á tímum þegar maður er ekki metinn nema hafa háskólagráður að bak við sig og enda svo sem starfsmenn í verslun.
Vegleg verðlaun er í boði, þá bæði eignabikarar og farandbikarar, en fyrir 1. sæti er sælkeraferð til London, í 2. sætið er sælkeraferð á veitingastaðinn Silfur og 3. sæti er sælkeraferð á nýopnaðan mexíkóska staðinn Tabasco.
Þeir sem standa á bak við þessa uppákomu er Rimaskóli, Menntasvið Reykjavíkurborgar, Innes, Hagkaup, Icelandair, Silfur, Tabasco, Argentína ásamt fleirum.
Hvet ég fagmenn til að mæta í Hótel og Matvælaskólann í Kópavogi og fylgjast með og hver veit nema menn finni þar efni í nema sem gætu fylgt í spor Egils og orðið matreiðslumaður.
Myndir á heimasíðu: www.kokkakeppni.is
26.5.2007 19:24:41
Grunnskóla meistararnir 2007 hjá Meistarakokkunum
23.3.2006
„Kokkakeppni“ í Rimaskóla
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið