Freisting
Íslandsmeistaramót Grunnskóla Reykjavíkur í matreiðslu

Þetta byrjaði allt í Rimaskóla vorið 2004, að áeggjan Áslaugar Traustadóttur heimilisfræðikennara við áðurnefndan skóla, og hefur verið góð þátttaka alveg frá byrjun og þarna stíga framtíðar matreiðslumenn sín fyrstu spor, sem sést best á því að annar af sigurvegurum árið 2004 hann Egill, er að klára námið og útskrifast sem matreiðslumaður nú í vor.
Að sögn Áslaugar eru skólar farnir að hafa hluta af heimilisfræðinni keppni í matreiðslu og ætti fagið að styrkja svona framtak með góðum hug og þá sérstaklega nú á tímum þegar maður er ekki metinn nema hafa háskólagráður að bak við sig og enda svo sem starfsmenn í verslun.
Vegleg verðlaun er í boði, þá bæði eignabikarar og farandbikarar, en fyrir 1. sæti er sælkeraferð til London, í 2. sætið er sælkeraferð á veitingastaðinn Silfur og 3. sæti er sælkeraferð á nýopnaðan mexíkóska staðinn Tabasco.
Þeir sem standa á bak við þessa uppákomu er Rimaskóli, Menntasvið Reykjavíkurborgar, Innes, Hagkaup, Icelandair, Silfur, Tabasco, Argentína ásamt fleirum.
Hvet ég fagmenn til að mæta í Hótel og Matvælaskólann í Kópavogi og fylgjast með og hver veit nema menn finni þar efni í nema sem gætu fylgt í spor Egils og orðið matreiðslumaður.
Myndir á heimasíðu: www.kokkakeppni.is
26.5.2007 19:24:41
Grunnskóla meistararnir 2007 hjá Meistarakokkunum
23.3.2006
„Kokkakeppni“ í Rimaskóla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





