Freisting
Ísland í fimmta sæti
Það fór lítið fyrir honum vini okkar Sigurði Gíslasyni matreiðslumanni á Vox enda hógvær maður að eðlisfari, en hann tók þátt í hinni virtu keppni sem ber heitið „Nordic challenge“, en hún var haldin í Danmörku í Belle Center í Kaupmannahöfn í dag.
Sigurður náði þeim glæsilega árangri að hreppa fimmta sætið af 10 þjóðum. Fjölmargir þungavigtarmenn úr heimi matreiðslumanna voru dómarar og má þar nefna Thomas Rode Andersen frá veitingastaðnum www.konghans.dk , Sturla Birgis en hann ætti nú allir að þekkja www.sturlabirgis.is , Sami Rekola úr finnska landsliðinu, Eyvind Hellström frá www.bagatelle.no , Mathias Dahlgren eigandi Bon Lloc Stokkhólmi sem er búinn að vera með michelin stjörnu frá því árið 1997 og snillingurinn Régis Marcon frá frakklandi með þriggja michelins stjörnu á veitingastað sínum www.régismarcon.fr ofl.
Sigurður fór með fríðu föruneyti, en þess ber að geta að Sigurður Gíslason og Stefán Viðarsson eiga allan heiður af öllum undirbúningi og framkvæmd fyrir tilstilli Nordica hótel.
Grunnhráefnið var:
Eldað var fyrir 10 manns og einn sýningardiskur.
Forréttur og aðalréttur
-
Norski þorskurinn
-
Lambahryggur (3-3.5kg og 7 rif)
-
Innmatur ( lifur, lambatunga, lambanýru, hóstakirtill og að minnsta kosti þarf eitt af innmatnum innihalda í réttinum)
Eftirréttur
-
Pera
-
Bláber
-
Mjólk
Við hér hjá Freisting.is óskum Sigurði innilega til hamingju með árangurinn, en myndir frá keppninni eru væntanlegar.
Heimasíða Nordic challenge: www.nordicchallenge.dk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði