Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Ísland á saltfiskhátíð í Portúgal

Birting:

þann

Saltfiskhátíð í Portúgal 2016

Saltfiskhátíðin í Ilhavo í Portúgal er sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Búist er við rúmlega 200.000 gestum á hátíðina þá fimm daga sem hún stendur yfir sem hófst í gær 17. ágúst og stendur yfir til á sunnudaginn 21. ágúst nk.  Íslandi hlotnast sá heiður að vera með á hátíðinni í ár og skipuleggur Íslandsstofa þátttökuna.

Hjá Íslandsstofu hefur verið í gangi markaðsverkefni frá árinu 2013 sem gengur út á að kynna saltaðar þorskafurðir á Spáni, Portúgal og Ítalíu undir slagorðinu „Prófaðu og deildu leyndarmáli íslenska þorsksins“ en 23 fyrirtæki eru þátttakendur í verkefninu.

„Markmið þess verkefnis er að treysta stöðu saltaðra þorskafurða í Suður Evrópu og í Portúgal er það Lissabon og svæðið norður af borginni sem er áherslumarkaður fyrir íslenska saltfiskinn“

segir Guðný Káradóttir, forstöðumaður sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu.

Saltfiskhátíð í Portúgal 2016

Vinabæjartengsl Ilhavo og Grindavíkur

Íslandi er boðin þátttaka í hátíðinni á grundvelli vinabæjartengsla Ilhavo og Grindavíkur. Auk kynningar á íslenskum saltfiski verður lögð áhersla á að kynna íslenska menningu og Ísland sem áfangastað ferðamanna.

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík mun sækja hátíðina heim auk hafnarstjóra Grindavíkur, forseta bæjarstjórnar, formanns bæjarráðs og skólastjóra Fisktækniskólans.

Fjölbreytt dagskrá á þjóðardegi Íslands 19. ágúst

Saltfiskhátíð í Portúgal 2016

Litla rauða Eldhúsið verður miðstöð kynningar á Íslandi á hátíðinni.

Auk sendinefndar frá Grindavík mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heimsækja hátíðina og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á þjóðardeginum 19. ágúst ásamt Þórði Ægi Óskarssyni, sendiherra Íslands gagnvart Portúgal og fulltrúum fyrirtækja.

Vídeó

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson

Á dagskránni er m.a. fánahylling og tónlistarflutningur við litla rauða Eldhúsið, sem verður miðstöð kynningar á Íslandi á hátíðinni. Auk þess eru tónleikar með hljómsveitinni Ylju, heimsókn í háskólann í Aveiro og kynning á íslenskri matarmenningu og hráefnum.

Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari, sem er fulltrúi Íslands í Bocuse d‘Or matreiðslukeppninni 2017, mun elda saltfisk og humar og útbúa skyr-dessert sem gestir hátíðarinnar geta fengið að gæða sér á og drukkið íslenskan bjór með.

Hægt er að taka þátt í getraun og vinna ferð til Íslands, íslenskan saltfisk, svuntur með merkinu Bacalhau da Islândia, afurðir Bláa lónsins o.fl.

Portúgalar stærstu neytendur á saltfiski í heiminum

Löng hefð er fyrir saltfiskviðskiptum milli Íslands og Portúgal. Portúgalar eru stærstu neytendur á saltfiski í heiminum per íbúa og er neysla á saltfiski stöðug allt árið en nær þó hápunkti um jólin. Portúgal er mjög mikilvægur markaður fyrir íslenskan saltfisk en frá árinu 2005 hefur útflutningur þangað verið á bilinu 8-12.000 tonn á ári, aðallega flattur blautverkaður saltfiskur og fullunninn í Portúgal.

Saltfiskhátíð í Portúgal 2016

Á hátíðinni eiga saltfiskverkendur og veitingahús á svæðinu í samstarfi og bjóða upp á fjölbreytta rétti fyrir sanngjarnt verð. Fjölmargir þeirra bjóða upp á fisk frá Íslandi.

Sjá nánar á vef hátíðarinnarFacebook síðu hátíðarinnar og á Facebook síðu Bacalhau da Islândia.

Af vef Íslandsstofu.

Myndir: skjáskot úr myndbandi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið