Vertu memm

Freisting

Íshótel í Svíþjóð fær heiðursverðlaun

Birting:

þann

Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð hlýtur heiðursverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar. Norski landbúnaðar- og matvælaráðherrann, Terje Riis-Johansen, afhenti Yngve Bergquist frá Íshótelinu, ný norræn heiðursverðlaun fyrir mat og matargerðarlist þann 30. október í Ósló. Verðlaunin nema 100.000 dönskum krónum, nær 1,2 milljónum íslenskra króna. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt.

„Markmiðið með heiðursverðlaununum er að heiðra og styrkja stofnun eða einstakling sem hefur beitt sér fyrir því að kynna norrænan mat og matargerðarlist“, segir Terje Riis-Johansen.

Dómnefndin rökstuddi val á verðlaunahafa ársins með því að Íshótelið legði áherslu á norðlenskan mat, fjallamat og samíska menningu þriggja landa. Íshótelið, sem byggt er úr klaka, hefur vakið athygli og laðað að ferðamenn, þá ekki síst hönnuði og myndhöggvara alls staðar að úr heiminum.

Frumkvæði um að veita viðurkenningu fyrir að það starf sem unnið er við kynningu á norrænum mat og matargerðarlist kemur frá Norrænu ráðherranefndinni. Norðurlöndin vilja í sameiningu kynna norrænan mat og matargerðarlist og Norðurlöndin sem sælkerasvæði eins Miðjarðarhafslöndin eða Asía.

Nýr norrænn matur og matargerðarlist er metnaðarfull áætlun með 23 milljónir danskra króna til ráðstöfunar á árunum 2007-2009. Norræna ráðherranefndin hratt áætluninni af stað haustið 2006, en hún miðar að því að kynna norrænan mat og matargerðarlist jafnframt því að stuðla að nýsköpun og efla samkeppnisaðstöðu á matvælasviðinu.

Nýr norrænn matur og matargerð: www.nynordiskmad.org

Auglýsingapláss

Íshótelið í Jukkasjärvi: www.icehotel.com

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið