Freisting
Íshótel í Svíþjóð fær heiðursverðlaun
Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð hlýtur heiðursverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar. Norski landbúnaðar- og matvælaráðherrann, Terje Riis-Johansen, afhenti Yngve Bergquist frá Íshótelinu, ný norræn heiðursverðlaun fyrir mat og matargerðarlist þann 30. október í Ósló. Verðlaunin nema 100.000 dönskum krónum, nær 1,2 milljónum íslenskra króna. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt.
„Markmiðið með heiðursverðlaununum er að heiðra og styrkja stofnun eða einstakling sem hefur beitt sér fyrir því að kynna norrænan mat og matargerðarlist“, segir Terje Riis-Johansen.
Dómnefndin rökstuddi val á verðlaunahafa ársins með því að Íshótelið legði áherslu á norðlenskan mat, fjallamat og samíska menningu þriggja landa. Íshótelið, sem byggt er úr klaka, hefur vakið athygli og laðað að ferðamenn, þá ekki síst hönnuði og myndhöggvara alls staðar að úr heiminum.
Frumkvæði um að veita viðurkenningu fyrir að það starf sem unnið er við kynningu á norrænum mat og matargerðarlist kemur frá Norrænu ráðherranefndinni. Norðurlöndin vilja í sameiningu kynna norrænan mat og matargerðarlist og Norðurlöndin sem sælkerasvæði eins Miðjarðarhafslöndin eða Asía.
Nýr norrænn matur og matargerðarlist er metnaðarfull áætlun með 23 milljónir danskra króna til ráðstöfunar á árunum 2007-2009. Norræna ráðherranefndin hratt áætluninni af stað haustið 2006, en hún miðar að því að kynna norrænan mat og matargerðarlist jafnframt því að stuðla að nýsköpun og efla samkeppnisaðstöðu á matvælasviðinu.
Nýr norrænn matur og matargerð: www.nynordiskmad.org
Íshótelið í Jukkasjärvi: www.icehotel.com
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan