Sigurður Már Guðjónsson
Ísam kaupir Eggert Kristjánsson
Íslensk-Ameríska (Ísam) hefur fest kaup á rekstri heildverslunarinnar Eggert Kristjánsson ehf. Fyrirtækið kaupir Ísam af Leiti eignarhaldsfélagi en það er meðal annars í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Hann keypti Eggert Kristjánsson árið 2013 ásamt þeim Hallgrími Ingólfssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Byggt og búið, og Páli Hermanni Kolbeinssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda.
Á vef Morgunblaðsins mbl.is kemur fram að velta Eggerts Kristjánssonar nam í fyrra um 1,4 milljörðum króna. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í innflutningi og dreifingu á matvöru og búsáhöldum til matvöruverslana, veitingahúsa og annarra. Þá flytur fyrirtækið einnig inn snyrtivörur og fæðubótarefni. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam, segir að kaupin byggist á áhuga fyrirtækisins á þeim viðskiptasamböndum sem Eggert Kristjánsson búi yfir.
„Þarna eru mörg öflug evrópsk umboð á matvælasviðinu sem falla mjög vel að okkar vöruvali. Þá starfar hjá fyrirtækinu margt öflugt starfsfólk sem við höfum áhuga á að fá í okkar raðir,“
segir Bergþóra í samtali við mbl.is.
Í árslok 2014 námu eignir Eggerts Kristjánssonar 424 milljónum króna en skuldir námu 366 milljónum króna. Þannig nam eigið fé félagsins um 58 milljónum. Það ár nam hagnaður fyrirtækisins 1,9 milljónum króna en árið 2013 reyndist tap þess 48 milljónir.
Meðal þekktra umboða sem fyrirtækið hefur á að skipa eru Findus, Beauvais, Daloon, Kuchen Meister, Maille og Royal Oak.
Greint frá á mbl.is.
Mynd af heimasíðu eggert.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt