Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Ísafjörður | Lokakafli | Veitingarýni: Galdrasafnið á Ströndum

Birting:

þann

Pistill - Ísafjörður

“… við vorum bókaðir í herbergi hjá engri annari en Ólínu Þorvarðardóttur”

Vöknuðum um átta leitið, skveruðum okkur af og pökkuðu saman, upp í morgunmat hjá valkyrjunni (Ólínu Þorvarðardóttur) og það var aldeilis stjanað í kringum mann, maturinn góður og hún virkilega skemmtileg sem vert, það var með hálfgerðum trega að við yfirgáfum hana, en ferðin skyldi halda áfram.

Lögðum við af stað um 10 leitið og stoppuðum ekkert fyrr en á Galdrasafninu á Ströndum, en mælt hafði verið með matnum þar.

Pistill - Ísafjörður

Galdrasafnið á Ströndum

Pistill - Ísafjörður

Galdrasafnið á Ströndum

Pistill - Ísafjörður

Galdrasafnið á Ströndum

Og er við mættum á svæðið drifum við okkur inn og settumst við eitt borðanna, afþökkuðum að skoða safnið en pöntuðum okkur sjávarréttasúpu og gos til að drekka með.

Pistill - Ísafjörður

Súpa

Súpan var ósköp venjuleg, en brauðið með var mjög gott.

Pistill - Ísafjörður

Kaka dagsins

Svo pöntuðum við okkur köku dagsins með þeyttum rjóma og súkkulaðisósu og reyndis hún betri en súpan.

Gerðum upp og fórum niður á Hólmavík og stoppuðum þar í smátíma og svo var för haldið áfram og næst stoppuðum við í Búðardal til að losa og lesta og svo haldið áfram og næst áðum við í Hyrnunni í Borgarnesi og svo var síðasti kaflinn til rek, komum við á KFC og síðasta kvöldmáltið ferðarinnar neytt og var farið hver til sín heimilis og mikið var gott að leggjast á beddann og slaka á og rifja upp ferðina í huganum.

Fleira tengt efni:

Ísafjörður | 4. kafli | Veitingarýni: Húsið og Edinborg

Ísafjörður | 3. kafli | Veitingarýni: Tjöruhúsið og Talisman

Ísafjörður | 2. kafli | Veitingarýni: Plássið og Hótel Núpur

Ísafjörður | 1. kafli |Veitingarýni: Café Flóra og Sjávarpakkhúsið

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið