Sverrir Halldórsson
Ísafjörður | Lokakafli | Veitingarýni: Galdrasafnið á Ströndum
Vöknuðum um átta leitið, skveruðum okkur af og pökkuðu saman, upp í morgunmat hjá valkyrjunni (Ólínu Þorvarðardóttur) og það var aldeilis stjanað í kringum mann, maturinn góður og hún virkilega skemmtileg sem vert, það var með hálfgerðum trega að við yfirgáfum hana, en ferðin skyldi halda áfram.
Lögðum við af stað um 10 leitið og stoppuðum ekkert fyrr en á Galdrasafninu á Ströndum, en mælt hafði verið með matnum þar.
Og er við mættum á svæðið drifum við okkur inn og settumst við eitt borðanna, afþökkuðum að skoða safnið en pöntuðum okkur sjávarréttasúpu og gos til að drekka með.
Súpan var ósköp venjuleg, en brauðið með var mjög gott.
Svo pöntuðum við okkur köku dagsins með þeyttum rjóma og súkkulaðisósu og reyndis hún betri en súpan.
Gerðum upp og fórum niður á Hólmavík og stoppuðum þar í smátíma og svo var för haldið áfram og næst stoppuðum við í Búðardal til að losa og lesta og svo haldið áfram og næst áðum við í Hyrnunni í Borgarnesi og svo var síðasti kaflinn til rek, komum við á KFC og síðasta kvöldmáltið ferðarinnar neytt og var farið hver til sín heimilis og mikið var gott að leggjast á beddann og slaka á og rifja upp ferðina í huganum.
Fleira tengt efni:
Ísafjörður | 4. kafli | Veitingarýni: Húsið og Edinborg
Ísafjörður | 3. kafli | Veitingarýni: Tjöruhúsið og Talisman
Ísafjörður | 2. kafli | Veitingarýni: Plássið og Hótel Núpur
Ísafjörður | 1. kafli |Veitingarýni: Café Flóra og Sjávarpakkhúsið

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss