Sverrir Halldórsson
Ísafjörður | 3. kafli | Veitingarýni: Tjöruhúsið og Talisman
Vöknuðum sprækir um morguninn og skveruðum okkur af og mættum niður í morgunmatinn og gæddum okkur á kræsingunum. Á borðinu var krækiberja- saft og var mér á orði við vertinn að gaman væri að smakka þetta saman með sódavatni, þökkuðum vel fyrir okkur og héldum í átt að Ísafirði.
Fyrst keyrðum við niður á Flateyri og var hugsunin að athuga hvað væri á boðstólunum á Vagninum, en okkur til mikillar leiða var lokað þannig að þá var bara að fara á næsta fjörð en það var Suðureyri þar sem Talisman er öflugur í ferðaiðnaði. Á Talisman var ekki opið í hádeginu, þannig að við völdum að fara yfir á Ísafjörð, koma okkur fyrir og borða hádegisverð þar.
Fórum á Tjöruhúsið og fengum eftirfarandi:
Sjávarréttarsúpu í tarínu, diskar og volgt brauð með, þú sérð um að ausa súpunni sjálfur
Mjög góð súpa, matarmikil og brauðið afargott.
Sjávarréttarpönnu dagsins með rauðsprettu og ýsu framreitt með kartöflum, kirsuberjatómötum og salati
Þetta var alveg fantagott, einfalt, hæfilega kryddað og snarkandi heitt.
Fórum við sáttir og leituðum uppi gististaðinn og viti menn þá vorum við bókaðir í herbergi hjá engri annari en Ólínu Þorvarðardóttur, hún var fyrir sunnan þannig að við fengum leiðbeiningu hvernig við kæmust inn í herbergið. Komum okkur fyrir og lögðum við okkur í smátíma eða þar til tími var að fara til Suðureyrar þar sem kvöldverður skyldi snæddur.
Um sexleitið vorum við mættir á Talisman veitingahús og fengum við okkur eftirfarandi:
Mjög flott eldaður og milt og gott bragð.
Ekki síðri, ég bað þó um kartöflur aukalega
Það er alveg merkilegt hvað þessi stolni rabbabari var yndislega góður.
Við héldum sáttir yfir á Ísafjörð og sáttir með afrakstur dagsins og vorum fljótir inn í draumaheim næturinnar.
Fleira tengt efni:
Ísafjörður | 1. kafli | Veitingarýni: Café Flóra og Sjávarpakkhúsið
Ísafjörður | 2. kafli | Veitingarýni: Plássið og Hótel Núpur
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín